PopUp ferðast til Akureyrar 4. maí 2010 07:00 PopUp Þórey Björk Halldórsdóttir, lengst til vinstri, ásamt Guðbjörgu Jakobsdóttur og Björgu Guðmundsdóttur, en þær stóðu að stofnun markaðarins. fréttablaðið/anton „Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Fólk úti á landi var farið að sækjast eftir því að fá markaðinn í sitt bæjarfélag og við ákváðum að slá til. Fyrsti markaðurinn verður haldinn á Akureyri núna um helgina og svo höfum við einnig ákveðið að taka þátt í listahátíðinni LungA sem fram fer á Seyðisfirði í sumar,“ segir Þórey Björk Halldórsdóttir, einn aðstandenda PopUp-markaðarins, en hann verður haldinn í fyrsta sinn á Akureyri nú um helgina. „Planið er að halda þessu áfram og fara á fleiri staði í sumar og þá verður markaðurinn hugsanlega tvisvar í mánuði, einu sinni í Reykjavík og einu sinni úti á landi. Við höfum verið að reyna að fá hönnuði sem búsettir eru annars staðar á landinu til að koma og taka þátt í þessu með okkur.“ PopUp Verzlunin er milliliðalaus verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar beint til neytenda. Markaðurinn var haldinn í fyrsta sinn í ágúst í fyrra og hefur vaxið og dafnað síðan þá. „Það er auðvitað mjög gleðilegt hvað markaðurinn hefur blómstrað. Við höfum reynt að hafa það fyrir reglu að fá að minnsta kosti einn nýjan hönnuð með á hvern markað,“ segir Þórey Björk. Aðspurð segir hún engan norðlenskan hönnuð hafa boðað þátttöku sína um helgina en tekur fram að enn sé laust pláss. Meðal þeirra hönnuða sem taka þátt eru Sonja Bent, Anna Soffía, Eygló Lárusdóttir og Varius. Markaðurinn verður haldinn í Hafnarstræti 99 og hefst hann klukkan 13.00 og stendur til 18.00 laugardag og sunnudag. - sm
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira