Landnám ESB? Baldur Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2010 06:00 Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Evrópuandstæðingar láta að því liggja að ESB framfylgi útþenslustefnu. Þetta er ekki einungis alrangt heldur byggir á grundvallarmisskilningi á eðli og tilgangi Evrópusamvinnunnar. Fernt skiptir hér mestu. Í fyrsta lagi þá hefur í samvinnu þjóðríkjanna innan ESB frá upphafi frekar verið horft innávið en útávið enda til sambandsins stofnað til að stuðla að betri kjörum og velferð íbúa aðildarríkjanna. Uppbygging hins sameiginlega innri markaðar hefur haft forgang. Ríkin hafa einnig brugðist við nýjum straumum og stefnum í Evrópu til dæmis með því að vinna sameiginlega að umhverfis- og náttúruvernd, bæta stöðu launafólks á sameiginlegum vinnumarkaði og styrkja menningu og menntun. Í öðru lagi hafa flest aðildarríki sambandsins og þar af leiðandi sambandið sjálft verið frekar treg til að veita nýjum ríkjum inngöngu. Það tók Bretland, Danmörku og Írland tólf ár að fá aðild að sambandinu. Ríki ESB tóku Grikki, Spánverja og Portúgala upp á arma sína, frekar nauðug en viljug, eftir að einræðisstjórnir innan þessara ríkja hrökkluðust frá völdum. Nýfrjáls ríki Mið- og Austur-Evrópu knúðu strax dyra og ríki ESB sáu sér ekki annað fært en að veita þeim inngöngu, 15 árum eftir fall múrsins, í nafni lýðræðis og bættra kjara þessa nánu nágranna. Í þriðja lagi byggir hugmyndin að Evrópusamvinnunni á vilja ríkjanna sjálfra til að vinna saman. Það er hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún tekur þátt eða ekki. Til að fá inngöngu þurfa ríki að byggja á grunngildum Evrópuhugsjónarinnar, þ.e. friðsamlegum samskiptum, lýðræði, mannréttindum, frjálsu markaðshagkerfi og skilvirkri og gegnsærri stjórnsýslu. Það er ekki sjálfgefið að fá inngöngu. Í fjórða lagi, þegar ríki gengur í sambandið heldur það að sjálfsögðu áfram, rétt eins og áður, að vinna að hagsmunum sínum. Aðildarríki ESB ráða för. Þau taka sameiginlega ákvarðanir sem síðan er framfylgt af sambandinu. Í þessu samhengi má benda á þá mikilvægu staðreynd að Ísland á í aðildarviðræðum við tuttugu og sjö ríki sambandsins. Hvert og eitt þeirra hefur neitunarvald í viðræðunum. Þetta sýnir styrk þjóðríkjanna. Þau hafa flest hver takmarkaðan áhuga á inngöngu nýrra ríkja þar sem þau horfa fyrst og fremst á eigin hagmuni innan sambandsins. Svo mun einnig verða um Ísland fái það inngöngu.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar