Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis 8. október 2010 05:30 Thomas Dovydaitis Eftirlýstur vegna líkamsárásar og ráns Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman. VSK-málið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. Mennirnir hafa allir verið eftirlýstir um árabil. Í Venezúela situr svo í fangelsi Steingrímur Þór Ólafsson sem handtekinn var ytra í kjölfar eftirlýsingar Interpol fyrir íslensk lögregluyfirvöld vegna rannsóknar lögreglu á fjársvikamáli.Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra segir að reglulega þurfi að svara fyrirspurnum frá lögregluyfirvöldum ytra hvort vilji sé til þess hjá lögreglu hér að hinn eftirlýsti sé áfram á listanum. Sá sem situr inni í Líbanon, Moh D Bashar Najeh Suleiman Almasid, var dæmdur hér árið 2006 í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að vera með til söludreifingar nær 250 grömm af amfetamíni og samtals 656 amfetamín- og e-töflur, sem hann faldi í holu í baðherbergisvegg á veitingastað sem hann rak þá í Hafnarstræti í Reykjavík, Purple onion. Maðurinn stakk af áður en til afplánunar kom.Pap Ousman Kweko Secka Eftirlýstur vegna nauðgunar og misneytingar. Þá er litháískur karlmaður, Robert Dariusz Sobiecki, eftirlýstur. Hann var dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. Hann hvarf úr landi áður en afplánun hófst. Annar maður frá Litháen, Thomas Dovydaitis, er eftirlýstur fyrir líkamsárás og rán hér, í félagi við annan mann. Þeir réðust á karlmann í húsasundi við Laugaveg kýldu hann í andlitið og rændu hann síðan. Maðurinn slasaðist mikið við árásina. Sá sem nú er eftirlýstur stakk af úr landi en félagi hans var dæmdur í tveggja ára fangelsi hér.Þá er 45 ára karlmaður frá Alsír, Ali Zerbout, eftirlýstur fyrir tilraun til manndráps á bílastæði í Reykjavík. Hann var dæmdur í Hæstarétti í sex ára fangelsi fyrir að stinga hálffertugan mann tvívegis með hnífi þannig að hann hlaut djúp lífshættuleg stungusár á höfði og líkama. Árásarmaðurinn lét sig hverfa þegar átti að ákæra hann. Loks er eftirlýstur maður frá Gana, Pap Ousman Kweko Secka. Hann átti yfir höfði sér tvær ákærur frá ríkissaksóknara. Hann var ákærður fyrir nauðgun annars vegar og misneytingu hins vegar. Maðurinn hvarf af landi brott áður en málin voru þingfest í héraðsdómi en hann hafði búið hér árum saman.
VSK-málið Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira