Beðnar að hrella ekki foreldra með sms 15. apríl 2010 04:00 í Hellishólum Hjálparsveitarmenn aðstoðuðu breskar skólastúlkur við að bjarga föggum sínum úr gistiaðstöðu í Hellishólum eftir að búið var að loka Fljótshlíð fyrir allri umferð. Skömmu síðar fengu bændur einnig undanþágu til að sinna skepnum sínum á svæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Flytja þurfti 43 ferðamenn frá gistiþjónustunni að Hellishólum í Fljótshlíð aðfaranótt miðvikudags vegna rýmingar Almannavarna. Laíla Ingvarsdóttir og Víðir Jóhannsson, staðarhaldarar á Hellishólum, segja rýminguna hafa gengið bæði fljótt og vel. „Við fengum líka viðvörun tiltölulega snemma um að það gæti þurft að rýma svæðið," sagði Laila, en lögregla hafði samband við þau upp úr klukkan tvö um nóttina. Klukkan fjögur var svo tekin ákvörðun um allsherjarrýmingu í Fljótshlíð. Meðal gesta var hópur um 30 breskra unglingsstúlkna sem hér eru í skólaferðalagi. Árni Magnússon fararstjóri sagði áherslu hafa verið lagða á að skapa ekki ótta að óþörfu í hópnum og það hafi gengið mjög vel. Þá hafi verið brýnt fyrir stúlkunum að hrella ekki aðstandendur að óþörfu með skilaboðasendingum um miðja nótt. Svæðið var tæmt á nokkrum mínútum með því að Víðir hljóp á milli gistiskýla og bankaði upp á. Stúlkurnar og hluti kennara var enda á náttklæðum þegar komið var í áfallamiðstöðina í Hvolsskóla á Hvolsvelli, undir klukkan fimm um morguninn. Stúlkurnar létu ævintýrið sýnilega ekki á sig fá og var nokkuð létt yfir hópnum þegar ferðalangar, sem gist höfðu á Hellishólum, fengu að snúa inn á svæðið til að taka saman föggur sínar klukkan að verða hálfsex um morguninn. - óká
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira