Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. ágúst 2010 20:00 Williams gefur Tiger hér góð ráð. Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í." Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap. Nýsjálendingurinn Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers síðustu 11 ár og þénað vel sem slíkur. Hann er til að mynda langtekjuhæsti "íþróttamaður" Nýja-Sjálands. Williams hefur engar áhyggjur af starfi sínu og segir samstarf sitt við Tiger enn mjög gott. "Ef hann ætlaði að láta mig fjúka þá fengi ég væntanlega að vita af því fyrstur. Ég sé samt ekkert slíkt í kortunum," sagði Williams kokhraustur. "Fólk slúðrar að sjálfsögðu um þessa hluti. Tala nú ekki um þegar gengið er ekki gott eins og núna. Við Tiger erum enn mjög góðir vinir þó svo við höfum gengið í gegnum erfiða tíma. Ég styð hann heilshugar og samband okkar hefur verið gott í þeim öldudal sem hann hefur verið í."
Golf Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira