Stóri dagurinn er runninn upp. Tiger Woods spilar aftur golf í kvöld á Masters-mótinu og hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20.00.
Klukkan 21.00 mun Masters síðan einnig verða í beinni á Stöð 2 Sport.
Tiger byrjar að keppa fyrr um kvöldið en alþjóðlegt myndmerki er ekki sent út fyrr en klukkan 20.00 og þá mun Stöð 2 Sport 4 fara af stað með mótið.