Fótbolti

Gylfi: Undir dómurunum sjálfum komið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Þór Orrason.
Gylfi Þór Orrason. Mynd/GVA

Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, staðfesti í samtali við Vísi að beiðni hafi borist frá skoskum knattspyrnuyfirvöldum um hjálp íslenskra dómara vegna yfirvofandi verkfalls dómara í Skotlandi.

Skosku dómararnir hafa boðað verkfall um helgina og hefur nú verið leitað til knattspyrnusambanda annarra landa, til að mynda KSÍ, um að útvega dómara til að dæma leiki í Skotlandi um helgina.

„Það kom beiðni frá skoska sambandinu og eflaust hefur verið haft samband við knattspyrnusambönd á Norðurlöndunum og í nágrannalöndunum," sagði Gylfi.

„Við viljum gjarnan hjálpa þeim eins og við getum en þetta er ekki mál sem varðar KSÍ að öðru leyti en að við komum þeim í samband við íslenska dómara. Það er svo undir þeim sjálfum komið hvort þeir vilja taka þetta að sér."




Tengdar fréttir

Skoskir dómarar ætla í verkfall

Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×