Kjöraðstæður til golfleiks á fyrsta degi Íslandsmóts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 09:45 Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, setur Íslandmótið í morgun. Mynd/Valur Jónatansson Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti. Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hófst á á Kiðjabergsvelli í morgun og frábært veður heilsaði mótsgestum þar sem var logn og hálfskýjað og hiti um 15 stig. Það rigndi í nótt og því kjöraðstæður til golfleiks í dag, á fyrsta degi Íslandsmóts. Mótið er hápunktur golfsumarsins og Eimskipsmótaraðarinnar, enda keppt um eftirsóttustu titla í íslensku golfi. Það var Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti GSÍ, sem flutti ávarp við upphaf mótsins í morgun og bauð keppendur og starfsfólk velkomið til leiks. Síðan sló Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri Golfklúbbs Kiðjabergs, fyrsta högg mótsins og setti þannig mótið. Fyrstar á teig voru þær Karlotta Einarsdóttir úr NK og Heiða Guðnadóttir úr GS. Karlotta var fyrst á teig og sló glæsilegt högg, rúma 200 metra á miðja braut. Það gerði Heiða einnig, en var þó aðeins styttri. Keppendur eru um 138 talsins. Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum en eftir 36 holu leik er leikmönnum fækkað í karlaflokki þannig að þeir sem hafa 72 lægstu skor halda áfram keppni og spila tvo síðustu dagana. Hægt er að fylgjast beint með skori keppenda á golf.is, en þar er skorið uppfært á 3-4 holnu fresti.
Golf Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira