Körfubolti

Snæfell þurfti framlengingu til að vinna Fjölni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli lentu í kröppum dansi í kvöld.
Hlynur Bæringsson og félagar í Snæfelli lentu í kröppum dansi í kvöld. Mynd/Valli

Snæfell er komið áfram í undanúrslit Subwaybikars karla í körfubolta eftir 100-96 sigur á nýliðum Fjölnis í framlengdum leik í Stykkishólmi.

Snæfell var með gott forskot framan af leik en hið unga lið Fjölnis gafst ekki upp og kom leiknum í framlengingu með frábærum fjórða leikhluta. Hólmarar voru hinsvegar sterkari í framlengingunni og unnu hana 17-13.

Sean Burton var með 24 stig, 13 stoðsendingar og 8 fráköst hjá Snæfelli, Hlynur Bæringsson skoraði 22 stig, tók 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Sigurður Þorvaldsson var með 18 stig og 9 fráköst og Jón Ólafur Jónsson skoraði 17 stig.

Hjá Fjölni var Chris Smith með 27 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Ægir Þór Steinarsson skoraði 20 stig og gaf 5 stoðsendingar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×