Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir ljóst að flúorinnhald gjósku hefur aukist eftir að kvikan hætti að fara í gegnum vatn í gosgígnum á Eyjafjallajöli. Gosaska í grennd við eldstöðvarnar á getur haft í för með sér ertingu og særindi í hálsi, sérstaklega fyrir fólk með astma.
Freysteinn brýnir fyrir fólki að halda áfram að hafa klút eða grímur fyrir vitum þegar það er úti við á þeim svæðum þar sem aska er að falla eða þar sem hún hefur fallið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna.

