ESB og lýðræðið Ögmundur Jónasson alþingismaður skrifar 15. júlí 2010 06:00 Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifaði nýlega grein í Fréttablaðið. Þótt greinin sé vel skrifuð byggir hún að mínu mati á rökleysum. Hugsun Hannesar virðist vera sú að margir vinstri sinnar og hægri sinnar hafi sameinast í andstöðu við aðild að Evrópusambandinu á forsendum sem séu í senn „kómískar" og „fyrirlitlegar" og vitnar hann í ummæli Árna Pálssonar frá 1926 um „reigingslegan þjóðarmetnað" sem endurspegli ágætlega hið nýja „blágræna" bandalag hægri og vinstri manna í Evrópumálum. Minnir Hannes á svikabrigslatal frá því við undirgengumst regluverk hins Evrópska efnahagssvæðis 1994. Og hann bætir því við að nú tengi enginn lengur EES við svikráð. Inn í þennan málatilbúnað fléttar Hannes svo hrun nýfrjálshyggjunnar og vísar þar sérstaklega í Davíð Oddsson, sem hann kallar fallinn „Móses Sjálfstæðisflokksins". Grein sína botnar skáldið með því að horfa á eftir Lilju Mósesdóttur og þessum meinta Móses þeirra Sjálfstæðismanna ganga „hönd í hönd inn í hamingjunnar lönd" í nýju blágrænu bandalagi! Í tilefni þessara skrifa langar mig til að víkja að nokkrum atriðum. Ég er þeirrar skoðunar að EES aðildin á sínum tíma hafi ekki verið í samræmi við stjórnarskrá Íslands og því tal um svik við hana ekki út í hött. Ég er einnig enn þeirrar skoðunar að hyggilegra hefði verið að fara svissnesku leiðina með tvíhliða samningum við Evrópusambandið í stað þess að undirgangast allt regluverk sambandsins með aðildinni að hinu Evrópska efnahagssvæði eins og við gerðum. Hvers vegna? Vegna „reigingslegs þjóðarmetnaðar"? Nei, vegna þess að málið snerist þá - og gerir enn - ekki um reiging og mont heldur um lýðræði. Hvort við sem samfélag viljum fá því ráðið hvernig við skipuleggjum okkur, orkubúskapinn, landbúnaðinn, velferðarkerfið eða hvort það skuli gert samkvæmt tilskipunum frá Brussel. Þetta er ég reiðubúinn að taka ítarlega umræðu um - og hef reyndar oft gert. Aldrei hefur verið brýnna en einmitt nú að efna til markvissrar umræðu um handfasta hluti í stað þess að blanda í einn kokteil alls óskyldum málum í óljósu líkingatali einsog sá mæti maður Hannes Pétursson óneitanlega gerir í grein sinni. Það má vel vera að Davíð Oddsson og Lilja Mósesdóttir deili ýmsum skoðunum, einsog þeirri að hafa efasemdir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. En að gera þau að pólitísku kærustupari til framtíðar ber ekki vott um skarpa greiningu á þeim hræringum sem nú eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar