Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar 25. nóvember 2010 11:15 Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira