Umfjöllun: Valsmenn urðu bensínlausir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2010 21:38 Sigurbergur Sveinsson sækir að marki Vals í kvöld. Mynd/Vilhelm Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur og 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu á móti Val með því að skora sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru ekki líklegir til þess að vinna leikinn sjö mínútum áður þegar Valsmenn voru þremur mörkum yfir og búnir að spila frábærlega fyrstu 50 mínútur leiksins. Grimm og einbeitt Valsvörn virtist koma Íslandsmeisturum í opna skjöldu í fyrsta úrslitaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Það varð hinsvegar Haukunum til happs að Birkir Ívar Guðmundsson stóð vaktina vel í markinu og liðinu tókst að finna taktinn á lokakafla leiksins þar sem línumaðurinn Pétur Pálsson fór á kostum en hann skoraði öll mörkin sin og úr öllum fimm skotunum sínum í seinni hálfleik. Valsmenn mættu grimmir til leiks og létu það ekki á sig fá þótt þeir lentu 2-0 undir og gerðu mikið af mistökum í fyrstu sóknum sínum. Valsvörnin tók vel á Haukum frá fyrstu mínútu sem sést á því að Sigurbergur Sveinsson lá í gólfinu eftir aðeins 29 sekúndur. Sigurbergur var ragur eftir að það en sýndi lit í lok hálfleiksins eftir að Aron Kristjánsson var búinn að leyfa honum að sitja aðeins og ná að jafna sig. Valsvörnin skellti síðan í lás í rúmar tólf mínútur, skoruðu fimm mörk í röð og komust í 5-2. Haukarnir minnkuðu muninn í eitt mark, 4-5, og virtust vera að lifna við en þá kom annar slæmur kafli og fjögur Valsmörk í röð. Valur komst í framhaldinu fimm mörkum yfir og hélt góðum tökum á leiknum þótt að munurinn væri kominn niður í þrjú mörk í hálfleik. Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að Jón Björgvin Pétursson skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í upphafi og hélt Haukum hreinlega inn í leiknum en Hlynur Morthens var einnig öflugur í markinu hinum megin þótt að markvarsla hans væri mun oftast afleiðing af frábærri vörn Valsliðsins. Haukar skoruðu úr tveimur vítaköstum og einu hraðaupphlaupi á fyrsti 10 mínútum seinni hálfleik en fundu annars engar leiðir framhjá uppsetti vörn Valsmanna. Valsmenn komust á þessum tíma aftur fimm mörkum yfir, 16-11, en Haukarnir voru ekki á því að gefast upp og unnu upp muninn hægt og rólega þar til að Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði leikinn í 22-21. Þá voru rúmar tvær mínútur til leiksloka og Valsmenn búnir að vera yfir síðan á sjöundu mínútu leiksins. Sigurður Eggertsson kom Val aftur yfir en Pétur Pálsson jafnaði að bragði á línunni með sínu fimmta marki í seinni hálfleiknum. Birkir Ívar tryggði Haukum lokasóknina með því að verja skot Fannars Þórs Friðgeirssonar og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir. Haukarnir stimpluðu sig í gegnum Valsvörnina og Björgvin skoraði markið mikilvæga eftir laglegt gegnumbrot. Valsmenn brunuðu í sókn en Birkir Ívar Guðmundsson varði lokaskotið þeirra. Þegar betur var á gáð þá var leiktíminn liðinn og markið hefði því aldrei talist vera gilt. Kapp Fannars Þórs Friðgeirssonar keyrði Valsmenn áfram á báðum endum vallarins þótt að æsingurinn hjá honum yrði stundum aðeins of mikill. Hann átti hinsvegar flottan leik og var besti maður Valsliðsins. Arnór Þór Gunnarsson nýtti líka skotin sín vel og Hlynur varði vel í markinu. Haukarnir stálu hreinlega sigrinum í kvöld því miðað við frammistöðu þeirra stærsta hluta leiksins þá áttu þeir ekki sigurinn skilinn. Leikurinn er hinsvegar 60 mínútur og það sýndu Íslandsmeistararnir og sönnuðu á lokamínútunum. Valsmenn gráta örugglega þetta tap en frammistaða þeirra lofar góðu fyrir einvígið. Þeir þurfa hinsvegar að finna leið til að halda út leikina en takist það eru þeir til alls líklegir í framhaldinu. Haukar-Valur 23-22 (8-11) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 7/4 (17/4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6(13), Pétur Pálsson 5 (5), Elías Már Halldórsson 2 (3), Einar Örn Jónsson 2 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (1), Freyr Brynjarsson (1), Guðmundur Árni Ólafsson (1), Gísli Jón Þórisson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18 (40/3) 45% Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Pétur, Sigurbergur, Stefán, Elías) Fiskuð víti: 4 (Gísli Jón 2, Pétur, Björgvin) Brottvísanir: 6 mínútur (Freyr rautt) Mörk Vals (Skot): Fannar Þór Friðgeirsson 7 (17), Arnór Þór Gunnarsson 7 /3 (15/3), Sigurður Eggertsson 3 (9), Jón Björgvin Pétursson 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2(3), Ingvar Árnason 1(1), Orri Freyr Gíslason (1), Sigfús Páll Sigfússon (1). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (38/3) 42%, Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (1/1) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Arnór 2, Baldvin) Fiskuð víti: 3 (Sigurður 2, Sigfús) Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 23-22 sigur og 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu á móti Val með því að skora sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok. Haukar voru ekki líklegir til þess að vinna leikinn sjö mínútum áður þegar Valsmenn voru þremur mörkum yfir og búnir að spila frábærlega fyrstu 50 mínútur leiksins. Grimm og einbeitt Valsvörn virtist koma Íslandsmeisturum í opna skjöldu í fyrsta úrslitaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Það varð hinsvegar Haukunum til happs að Birkir Ívar Guðmundsson stóð vaktina vel í markinu og liðinu tókst að finna taktinn á lokakafla leiksins þar sem línumaðurinn Pétur Pálsson fór á kostum en hann skoraði öll mörkin sin og úr öllum fimm skotunum sínum í seinni hálfleik. Valsmenn mættu grimmir til leiks og létu það ekki á sig fá þótt þeir lentu 2-0 undir og gerðu mikið af mistökum í fyrstu sóknum sínum. Valsvörnin tók vel á Haukum frá fyrstu mínútu sem sést á því að Sigurbergur Sveinsson lá í gólfinu eftir aðeins 29 sekúndur. Sigurbergur var ragur eftir að það en sýndi lit í lok hálfleiksins eftir að Aron Kristjánsson var búinn að leyfa honum að sitja aðeins og ná að jafna sig. Valsvörnin skellti síðan í lás í rúmar tólf mínútur, skoruðu fimm mörk í röð og komust í 5-2. Haukarnir minnkuðu muninn í eitt mark, 4-5, og virtust vera að lifna við en þá kom annar slæmur kafli og fjögur Valsmörk í röð. Valur komst í framhaldinu fimm mörkum yfir og hélt góðum tökum á leiknum þótt að munurinn væri kominn niður í þrjú mörk í hálfleik. Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik eftir að Jón Björgvin Pétursson skoraði síðasta mark hálfleiksins í blálokin. Birkir Ívar Guðmundsson varði vel í upphafi og hélt Haukum hreinlega inn í leiknum en Hlynur Morthens var einnig öflugur í markinu hinum megin þótt að markvarsla hans væri mun oftast afleiðing af frábærri vörn Valsliðsins. Haukar skoruðu úr tveimur vítaköstum og einu hraðaupphlaupi á fyrsti 10 mínútum seinni hálfleik en fundu annars engar leiðir framhjá uppsetti vörn Valsmanna. Valsmenn komust á þessum tíma aftur fimm mörkum yfir, 16-11, en Haukarnir voru ekki á því að gefast upp og unnu upp muninn hægt og rólega þar til að Björgvin Þór Hólmgeirsson jafnaði leikinn í 22-21. Þá voru rúmar tvær mínútur til leiksloka og Valsmenn búnir að vera yfir síðan á sjöundu mínútu leiksins. Sigurður Eggertsson kom Val aftur yfir en Pétur Pálsson jafnaði að bragði á línunni með sínu fimmta marki í seinni hálfleiknum. Birkir Ívar tryggði Haukum lokasóknina með því að verja skot Fannars Þórs Friðgeirssonar og Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir. Haukarnir stimpluðu sig í gegnum Valsvörnina og Björgvin skoraði markið mikilvæga eftir laglegt gegnumbrot. Valsmenn brunuðu í sókn en Birkir Ívar Guðmundsson varði lokaskotið þeirra. Þegar betur var á gáð þá var leiktíminn liðinn og markið hefði því aldrei talist vera gilt. Kapp Fannars Þórs Friðgeirssonar keyrði Valsmenn áfram á báðum endum vallarins þótt að æsingurinn hjá honum yrði stundum aðeins of mikill. Hann átti hinsvegar flottan leik og var besti maður Valsliðsins. Arnór Þór Gunnarsson nýtti líka skotin sín vel og Hlynur varði vel í markinu. Haukarnir stálu hreinlega sigrinum í kvöld því miðað við frammistöðu þeirra stærsta hluta leiksins þá áttu þeir ekki sigurinn skilinn. Leikurinn er hinsvegar 60 mínútur og það sýndu Íslandsmeistararnir og sönnuðu á lokamínútunum. Valsmenn gráta örugglega þetta tap en frammistaða þeirra lofar góðu fyrir einvígið. Þeir þurfa hinsvegar að finna leið til að halda út leikina en takist það eru þeir til alls líklegir í framhaldinu. Haukar-Valur 23-22 (8-11) Mörk Hauka (Skot): Sigurbergur Sveinsson 7/4 (17/4), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6(13), Pétur Pálsson 5 (5), Elías Már Halldórsson 2 (3), Einar Örn Jónsson 2 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (1), Freyr Brynjarsson (1), Guðmundur Árni Ólafsson (1), Gísli Jón Þórisson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 18 (40/3) 45% Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Pétur, Sigurbergur, Stefán, Elías) Fiskuð víti: 4 (Gísli Jón 2, Pétur, Björgvin) Brottvísanir: 6 mínútur (Freyr rautt) Mörk Vals (Skot): Fannar Þór Friðgeirsson 7 (17), Arnór Þór Gunnarsson 7 /3 (15/3), Sigurður Eggertsson 3 (9), Jón Björgvin Pétursson 2 (2), Baldvin Þorsteinsson 2(3), Ingvar Árnason 1(1), Orri Freyr Gíslason (1), Sigfús Páll Sigfússon (1). Varin skot: Hlynur Morthens 16 (38/3) 42%, Ingvar Kristinn Guðmundsson 0 (1/1) Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Arnór 2, Baldvin) Fiskuð víti: 3 (Sigurður 2, Sigfús) Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira