Mercedes afskrifar ekki titilsókn 12. maí 2010 12:37 Nico Rosberg hefur halað inn fleiri sitga en Michael Schumacher fyrir Mercedes. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir alltof snemmt af afskrifa titilsókn, þó liðið hafi ekki unnið neitt af fimm fyrstu mótunum. Liðið er í fjórða sæti í stigamótinu, en fyrir síðustu keppni var Nico Rosberg í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en er nú fallin í það fimmta og er 20 stigum á eftir Jenson Button. "Það er alltof snemmt að spá í lokaniðurstöðuna og Christian Horner (Red Bull) segir örugglega það sama. Það fást 25 stig fyrir sigur og það eru mörg mót eftir og mikið af stigum í pottinum", sagði Fry. "Það sýndi sig hjá McLaren í fyrra að það er ýmislegt hægt að gera, þeir byrjuðu illa en enduðu vel. Það er of snemmt að gefast upp fyrir Red Bull, þó þeir séu fljótari." Mercedes keppir í Mónakó um helgina og tímatakan gæti orðið fróðleg þar sem 24 bílar aka á þröngri brautinni í fyrstu umferð tímatökunnar. "Ég er bjartsýnn fyrir mótið í Mónakó, en raunsær og við ættum að gera betur en á Spáni. Fyrsti hluti tímatökunnar verður eins og lotterí og þó allir séu nokkuð áhyggjufullir um framgang mála, þá verður líka forvitnilegt að sjá framgang mála. Ég vona bara að okkar liði lendi ekki í vandræðum." Mercedes mætir með styttri útgáfu Mercedes bílsins til Mónakó, sem ætti að henta betur í þrengslunum, en liðið var með lengri bíl í Barcelona sem kæmist vart illa í gegnum hárnálabeygjuna í Mónakó að sögn Fry. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir alltof snemmt af afskrifa titilsókn, þó liðið hafi ekki unnið neitt af fimm fyrstu mótunum. Liðið er í fjórða sæti í stigamótinu, en fyrir síðustu keppni var Nico Rosberg í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en er nú fallin í það fimmta og er 20 stigum á eftir Jenson Button. "Það er alltof snemmt að spá í lokaniðurstöðuna og Christian Horner (Red Bull) segir örugglega það sama. Það fást 25 stig fyrir sigur og það eru mörg mót eftir og mikið af stigum í pottinum", sagði Fry. "Það sýndi sig hjá McLaren í fyrra að það er ýmislegt hægt að gera, þeir byrjuðu illa en enduðu vel. Það er of snemmt að gefast upp fyrir Red Bull, þó þeir séu fljótari." Mercedes keppir í Mónakó um helgina og tímatakan gæti orðið fróðleg þar sem 24 bílar aka á þröngri brautinni í fyrstu umferð tímatökunnar. "Ég er bjartsýnn fyrir mótið í Mónakó, en raunsær og við ættum að gera betur en á Spáni. Fyrsti hluti tímatökunnar verður eins og lotterí og þó allir séu nokkuð áhyggjufullir um framgang mála, þá verður líka forvitnilegt að sjá framgang mála. Ég vona bara að okkar liði lendi ekki í vandræðum." Mercedes mætir með styttri útgáfu Mercedes bílsins til Mónakó, sem ætti að henta betur í þrengslunum, en liðið var með lengri bíl í Barcelona sem kæmist vart illa í gegnum hárnálabeygjuna í Mónakó að sögn Fry.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira