Tímabilið hjá Liverpool hefst snemma í ár þar sem liðið þarf að taka þátt í forkeppni Evrópudeildar UEFA.
Liverpool mun mæta annað hvort Rabotnicki frá Makedóniu eða Mika frá Armeníu í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Liverpool á heimaleik þann 29. júlí og síðari leikurinn fer síðan fram 5. ágúst.