Öskufall vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur verið mikið austan við Mýrdalsjökul í dag. Íbúum þar hefur verið ráðlagt að ganga með grímur. Búist er við að vindur snúist annað kvöld og þá gæti aska farið að berast til Víkur, Vestmannaeyja og jafnvel á Hvolsvöll.
Sendar voru grímur til Vestmannaeyja í dag ef svo fer að aska berst þangað. Skortur var orðinn á mat og öðrum birgðum í Vík í dag þar sem samgöngur þangað hafa legið niðri.
Mælar sýna að enn er töluverður órói á gossvæðinu í Eyjafjallajökli. Lítið hefur sést til gosmekkjarins í dag en það sem sést hefur sýnir að kröftugt gos er í gangi. Mikið öskufall austur af svæðinu er einnig merki um töluverðan kraft gossins.
Öskufall hefur mikið fyrir austan Mýrdalsjökulinn í Meðallandinu og á Kirkjubæjarklaustri og þar í kring. Almannavarnir hafa látið dreifa dreifa öndunargrímum á því svæði til að fólk geti varið sig fyrir öskunni.
Þeir sem búa á svæðum þar sem öskufall er og eru með öndunarfærasjúkdóma ráðlagt að halda sig innandyra. Óhætt er að drekka neysluvatn á svæðinu. Askan getur fyllt loftsíur í bílum og því mikilvægt að þeir sem aka bílum á svæðinu hreinsi þær reglulega.
Grímur voru sendar til Vestmannaeyja í dag ef svo fer að aska berst þangað. Skortur var orðinn á mat og öðrum birgðum í Vík í dag.