Vettel ánægður eftir erfiða tímatöku 26. júní 2010 19:20 Fremstu menn á ráslínu, Webber, Vettel og Hamilton eftir tímatökuna í dag. Mynd: Getty IMages Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði Red Bull og sjálfum sér besta stað á ráslínu í kappakstrinum í Valencia sem verður á morgun. Mark Webber , félagi hans er annar á ráslínu og þetta er í fjórðs skipti á árinu sem þeir eru á fremstu rásröðinni. Lewis Hamilton vann tvö síðustu mót á McLaren og er þriðji á ráslínu, við hliðina á Fernando Alonso á Ferrari. „Þetta er gott að vera fremstur. Okkur gekk ekki of vel í síðustu tveimur mótum í tímatökum, þannig að útkoman er góð núna. Þess var ekki að vænta að brautin í Montreal og hér myndu henta okkur, þannig að það er gott að ná fremstu rásröðinni og staðan er góð", sagði Vettel í frétt á autosport.com. „Ég er ánægður með daginn, enda tímatakan erfið. Mér mistókst í fyrri tilraun minni í lokaumferðinni og vissi að ég yrði að láta allt ganga upp í seinni tilrauninni og það gekk upp." Red Bull er með nýjan búnað á bílnum sem hleypir auknu loftstreymi á afturvænginn gegnum ökumannsrýmið. Vettel sagðist vera að læra á búnaðinn sem er notaður á beinum köflum. „Það var gott að ná þessum árangri og þakka þannig aðstoðarmönnum fyrir mikla vinnu, þeir hafa sofið örfáa tíma...", sagði Vettel. Mótið í Valencia er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun og er í opinni dagskrá.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira