Þórunn bjó til nýtt samgöngukerfi 31. maí 2010 10:00 Þórunn Árnadóttir hefur vakið mikla athygli með hönnun sinni undanfarin ár. Fréttablaðið/Stefán Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira