NBA í nótt: Ofurþríeykið með 73 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. nóvember 2010 11:00 LeBron James setur niður alley-oop troðslu í nótt. Mynd/AP Miami Heat komst aftur á beinu brautina í nótt með sigri á New Jersey Nets í NBA-deildinni í nótt, 101-89. Fyrri hálfleikur var í járnum en Miami náði undirtökunum í leiknum í þriðja leikhluta sem liðið vann með 32 stigum gegn sautján. Þríeykið öfluga, Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh, var samanlagt með 73 stig í leiknum sem er það mesta sem það hefur náð á tímabilinu til þessa. Wade var stigahæstur með 29 stig en hann hitti úr alls tíu af sautján skotum sínum utan af velli. LeBron James var með 23 stig og níu stosðendingar og Bosh með 21 stig. Hjá New Jersey var Anthony Morrow stigahæstur með 25 stig og Brook Lopez kom næstur með tólf. Miami tapaði óvænt fyrir New Orleans á föstudagskvöldið en sigurinn í nótt var sá fimmti í alls sjö leikjum á tímabilinu. Þríeykið fór oft á kostum í nótt, sérstaklega Wade og James. Hér má sjá svipmyndir úr leiknum, til að mynda ótrúlega alley-oop körfu hjá James eftir sendingu frá Wade.Portland vann Toronto, 97-84, og tapaði því síðarnefnda liðið öllum fjórum leikjum sínum á Vesturströndunni í vikunni. Brandon Roy var með 26 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 22 stig og tíu fráköst.Orlando vann Charlotte, 91-88. Dwight Howard var með 22 stig og átta fráköst. Rashard Lewis bætti við öðrum 22 stigum.Cleveland vann Washington, 107-102. Mo Williams skoraði 28 stig, þar af tíu á síðustu fjórum mínútum leiksins.San Antonio vann Houston, 124-121, í framlengdum leik. Tony Parker var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar, þar af sjö stig í framlengingunni. Houston hefur tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu.Utah vann LA Clippers, 109-107, í tvíframlengdum leik. Deron Williams skoraði 30 stig og skoraði körfuna í lok síðari framlengingarinnar sem tryggði sigurinn. Utah var mest átján stigum undir í leiknum.New Orleans vann Milwaukee, 87-81. David West skoraði 25 stig en hann hitti úr alls tíu af tólf skotum sínum utan af velli. New Orleans er því enn ósigrað í deildinni.Denver vann Dallas, 103-92. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver en alls settu leikmenn liðsins niður 13 þrista í 21 tilraun.Memphis vann Sacramento, 100-91. Rudy Gay skoraði 32 stig fyrir Memphis og Zach Randolpg 20. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Miami Heat komst aftur á beinu brautina í nótt með sigri á New Jersey Nets í NBA-deildinni í nótt, 101-89. Fyrri hálfleikur var í járnum en Miami náði undirtökunum í leiknum í þriðja leikhluta sem liðið vann með 32 stigum gegn sautján. Þríeykið öfluga, Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh, var samanlagt með 73 stig í leiknum sem er það mesta sem það hefur náð á tímabilinu til þessa. Wade var stigahæstur með 29 stig en hann hitti úr alls tíu af sautján skotum sínum utan af velli. LeBron James var með 23 stig og níu stosðendingar og Bosh með 21 stig. Hjá New Jersey var Anthony Morrow stigahæstur með 25 stig og Brook Lopez kom næstur með tólf. Miami tapaði óvænt fyrir New Orleans á föstudagskvöldið en sigurinn í nótt var sá fimmti í alls sjö leikjum á tímabilinu. Þríeykið fór oft á kostum í nótt, sérstaklega Wade og James. Hér má sjá svipmyndir úr leiknum, til að mynda ótrúlega alley-oop körfu hjá James eftir sendingu frá Wade.Portland vann Toronto, 97-84, og tapaði því síðarnefnda liðið öllum fjórum leikjum sínum á Vesturströndunni í vikunni. Brandon Roy var með 26 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 22 stig og tíu fráköst.Orlando vann Charlotte, 91-88. Dwight Howard var með 22 stig og átta fráköst. Rashard Lewis bætti við öðrum 22 stigum.Cleveland vann Washington, 107-102. Mo Williams skoraði 28 stig, þar af tíu á síðustu fjórum mínútum leiksins.San Antonio vann Houston, 124-121, í framlengdum leik. Tony Parker var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar, þar af sjö stig í framlengingunni. Houston hefur tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu.Utah vann LA Clippers, 109-107, í tvíframlengdum leik. Deron Williams skoraði 30 stig og skoraði körfuna í lok síðari framlengingarinnar sem tryggði sigurinn. Utah var mest átján stigum undir í leiknum.New Orleans vann Milwaukee, 87-81. David West skoraði 25 stig en hann hitti úr alls tíu af tólf skotum sínum utan af velli. New Orleans er því enn ósigrað í deildinni.Denver vann Dallas, 103-92. Carmelo Anthony skoraði 27 stig fyrir Denver en alls settu leikmenn liðsins niður 13 þrista í 21 tilraun.Memphis vann Sacramento, 100-91. Rudy Gay skoraði 32 stig fyrir Memphis og Zach Randolpg 20.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Án síns besta manns í seinni hluta bæjarslagsins Íslenski boltinn Í beinni: Þróttur - HK | Barist um sæti í úrslitaleik Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Fótbolti Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira