NBA í nótt: Pierce fór á kostum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2010 09:15 Paul Pierce fagnar eftir að hafa sett niður 20.000 stigið á ferlinum. Mynd/AP Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Paul Pierce fór á kostum þegar að Boston vann sigur á Milwaukee í framlengdum leik í nótt, 105-102. Pierce skoraði alls 28 stig í leiknum, þar af tólf í framlengingunni. Þar með er hann kominn yfir 20 þúsund stig á ferlinum. Þar að auki stal hann boltanum á lykilaugnabliki fyrir Boston, þegar 27 sekúndur voru til leiksloka. Ray Allen var með 23 stig fyrir Celtic, Rajon Rondo sautján og fimmtán stoðsendingar og Kevin Garnett með þrettán stig og átta fráköst. Andrew Bogut skoraði 21 stig fyrir Milwaukee og var þar að auki með þrettán fráköst. Ersan Ilyasova og Carlos Defino voru með fimmtán stig hvor. Boston var með sex stiga forystu þegar rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma en Delfino náði að jafna metin þegar tíu sekúndur voru til leiksloka. Pierce stal svo boltanum þegar stutt var hálf mínúta var til leiksloka og Boston með tveggja stiga forystu. Leikurinn kláraðist á vítalínunni eftir það. Þetta var tilfinningaþrungin stund fyrir Pierce sem bætist í fámennan hóp leikmanna sem ná 20 þúsund stigum en hafa eingöngu spilað með Boston. Hinir eru Larry Bird og John Havlicek. LA Lakers vann Sacramento, 112-100, þar sem Kobe Bryant var með svakalega þrefalda tvennu - 30 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst. Utah vann Toronto, 125-105. Deron Williams vantaði tvö fráköst upp á þrefalda tvennu. Hann var með 22 stig og fjórtán fráköst. Al Jefferson var með 27 stig fyrir Utah. Atlanta vann Detroit, 94-85, og er þar með enn ósigrað í deildinni. Atlanta komst á 18-4 sprett undir lokin sem tryggði liðinu sigurinn. Þar af skoraði Al Horford sex stig í röð. Orlando vann Minnesota, 128-86. Dwight Howard var með átján stig, sextán fráköst og átta varin skot. Dallas vann Denver, 102-101. Dirk Nowitzky skoraði 35 stig fyrir Dallas en það var Caron Butler sem var hetja liðsins en hann setti niður þrist á mikilvægu augnabliki undir lokin. Charlotte vann New Jersey, 85-83. Þetta var fyrsti sigur Charlotte á tímabilinu en liðið náði að vinna sigur eftir að hafa lent tíu stigum undir í leiknum. Philadelphia vann Indiana, 101-75. Elton Brand var með 25 stig og tólf fráköst og Thaddeus Young sextán stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í nótt. New Orleans vann Houston, 107-99. Chris Paul var með 25 stig og Marco Belinelli átján fyrir New Orleans sem er enn ósigrað. Houston er hins vegar enn að bíða eftir fyrsta sigrinum. Golden State vann Memphis, 115-109. Monta Ellis var með 39 stig, þar af sautján í fjórða leikhluta. San Antonio vann Phoenix, 112-110. Richard Jefferson setti niður fjóra þrista í fjórða leikhluta, þar af mikilvæga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. LA Clippers vann Oklahoma City, 107-92. Eric Gordon skoraði 27 stig og nýliðinn Eric Bledsoe sautján auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Kevin Durant náði sér engan veginn á strik með Oklahoma City.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira