Þorvaldur Gylfason: Djúpar sprungur í dómskerfinu Þorvaldur Gylfason skrifar 13. maí 2010 10:19 Fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu eins og vandaðar skoðanakannanir hafa sýnt um árabil. Innan við þriðji hver Íslendingur ber nú mikið traust til dómskerfisins. Þegar spurt var um traust manna til Alþingis fyrir hrun, var hlutfallið svipað, eða tæpur þriðjungur, en eftir hrun hrapaði traustið enn neðar. Nú segist áttundi hver maður bera mikið traust til Alþingis. Einn af átta. Skýringin á vantrausti almennings í garð dómskerfisins blasir við. Dómskerfið er skilgetið afkvæmi gerspilltrar stjórnmálastéttar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem standa nú berskjaldaðir frammi fyrir landsmönnum í ljósi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA), hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu og skipað alla dómara landsins frá 1926, ef frá eru talin sex ár (1944-47, 1956-58, 1979-80, 1987-88). Þessir tveir flokkar settu bankana í hendur manna, sem keyrðu bankana í kaf á sex árum. Því er skiljanlegt, og einnig í ljósi ýmissa genginna dóma á fyrri tíð, að fólkið í landinu telji sig þurfa að óttast, að dómstólarnir sýkni flesta eða alla sakborninga bankahrunsins, þegar þar að kemur. Skýrsla RNA segir berum orðum, að bankarnir hafi brotið lög. Byrgjum brunninn í tæka tíðHér er enginn smávandi á ferðum. Það er grundvallarregla í réttarríkjum, að ekki er hægt að sækja menn oftar en einu sinni til saka í sama máli. Prófessor William Black flutti nýlega tvo fyrirlestra í Háskóla Íslands um afbrotafræðilegar hliðar hrunsins og benti á, að Alþingi þyrfti að endurskoða skipan dómstólanna, ef svo illa færi, að ljóslega sekir bankastjórnendur og aðrir slyppu við refsingu. Nær væri því að endurskoða dómstólaskipanina, áður en bankahrunið kemur til kasta dómstólanna. Ég sendi forsætisráðherra stutta minnisgrein um málið 27. marz 2009 með afriti til tveggja af helztu lögræðingum landsins, en ég hef engin viðbrögð fengið frá ráðuneytinu. Í minnisgreininni lýsti ég því, að mörg undangengin ár hafa legið fyrir stjórnvöldum tillögur frá dómarafélaginu og öðrum um að umskipa dómsvaldinu með því að hafa dómstigin þrjú frekar en tvö. Rökin eru þau, að of mörg mál komi nú til kasta Hæstaréttar og því sé eðlilegt, að nýtt millidómstig taki við málum, sem áfrýjað er úr héraði, og Hæstiréttur fjalli aðeins um þau mál, sem mikilvægust eru talin, og hafi þá betri skilyrði en hann hefur nú til að vanda til verka. Sé þetta gert, er hægt að leggja niður störf allra dómara í Hæstarétti samkvæmt heimild í 61. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir um dómara: " ... og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana." Þessi heimild stjórnarskrárinnar er ótvíræð og auðskiljanleg: hægt er að flytja dómara í annað embætti á móti vilja þeirra, sé verið að koma nýrri skipun á dómstólana. Síðan er hægt að skipa dómara í Hæstarétt upp á nýtt með nýrri aðferð, þar sem erlendir menn, til dæmis lagaprófessorar og dómarar, verða fengnir til að hjálpa til við að meta hæfi umsækjenda og girða fyrir landlægan klíkuskap og nápot. Fyrri dómarar hefðu sama rétt og aðrir til að sækja um störfin. Ærin tilefniÞessi róttæka tillaga er ekki borin fram að ástæðulausu. Fyrrum ráðherra, sem Rannsóknarnefnd Alþingis segir hafa sýnt vanrækslu, fékk nýlega á sig dóm fyrir að skipa son flokksformanns síns í dómarastarf, þótt aðrir mun hæfari umsækjendur væru í boði. Frændinn og vinurinn í Hæstarétti eru mönnum í fersku minni, og það er einnig viðsnúningur Hæstaréttar í kvótamálinu undir þrýstingi frá ríkisstjórninni. Þennan ávirðingalista mætti lengja. Með því að endurskipa Hæstarétt nú þegar væri betur tryggt, að útgefnar ákærur ríkissaksóknara og sérstaks saksóknara fengju trúverðuga meðferð í Hæstarétti, þar sem dómendur hafa fengið hæfnisdóm erlendrar matsnefndar. Svipuð hreingerning þyrfti einnig að fara fram í öllu dómskerfinu og hjá ríkislögreglustjóra, og þótt fyrr hefði verið. Þótt spillingin í Sjálfstæðisflokknum (og einnig Framsóknarflokknum) hafi mengað svo dómskerfið, að almenningur telur sig ekki geta treyst dómstólunum, bera aðrir flokkar einnig ábyrgð. Enda hafa þeir yfirleitt ekki reynt að leiðrétta slagsíðuna í þau fáu skipti, sem þeir hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu, til dæmis í tíð þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Vandinn er því ekki bundinn við gömlu helmingaskiptaflokkana, heldur við stjórnmálastéttina eins og hún leggur sig. Við þessum vanda þarf að bregðast, áður en bankahrunið kemur til kasta Hæstaréttar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fólkið í landinu vantreystir réttarkerfinu eins og vandaðar skoðanakannanir hafa sýnt um árabil. Innan við þriðji hver Íslendingur ber nú mikið traust til dómskerfisins. Þegar spurt var um traust manna til Alþingis fyrir hrun, var hlutfallið svipað, eða tæpur þriðjungur, en eftir hrun hrapaði traustið enn neðar. Nú segist áttundi hver maður bera mikið traust til Alþingis. Einn af átta. Skýringin á vantrausti almennings í garð dómskerfisins blasir við. Dómskerfið er skilgetið afkvæmi gerspilltrar stjórnmálastéttar. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, sem standa nú berskjaldaðir frammi fyrir landsmönnum í ljósi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis (RNA), hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu og skipað alla dómara landsins frá 1926, ef frá eru talin sex ár (1944-47, 1956-58, 1979-80, 1987-88). Þessir tveir flokkar settu bankana í hendur manna, sem keyrðu bankana í kaf á sex árum. Því er skiljanlegt, og einnig í ljósi ýmissa genginna dóma á fyrri tíð, að fólkið í landinu telji sig þurfa að óttast, að dómstólarnir sýkni flesta eða alla sakborninga bankahrunsins, þegar þar að kemur. Skýrsla RNA segir berum orðum, að bankarnir hafi brotið lög. Byrgjum brunninn í tæka tíðHér er enginn smávandi á ferðum. Það er grundvallarregla í réttarríkjum, að ekki er hægt að sækja menn oftar en einu sinni til saka í sama máli. Prófessor William Black flutti nýlega tvo fyrirlestra í Háskóla Íslands um afbrotafræðilegar hliðar hrunsins og benti á, að Alþingi þyrfti að endurskoða skipan dómstólanna, ef svo illa færi, að ljóslega sekir bankastjórnendur og aðrir slyppu við refsingu. Nær væri því að endurskoða dómstólaskipanina, áður en bankahrunið kemur til kasta dómstólanna. Ég sendi forsætisráðherra stutta minnisgrein um málið 27. marz 2009 með afriti til tveggja af helztu lögræðingum landsins, en ég hef engin viðbrögð fengið frá ráðuneytinu. Í minnisgreininni lýsti ég því, að mörg undangengin ár hafa legið fyrir stjórnvöldum tillögur frá dómarafélaginu og öðrum um að umskipa dómsvaldinu með því að hafa dómstigin þrjú frekar en tvö. Rökin eru þau, að of mörg mál komi nú til kasta Hæstaréttar og því sé eðlilegt, að nýtt millidómstig taki við málum, sem áfrýjað er úr héraði, og Hæstiréttur fjalli aðeins um þau mál, sem mikilvægust eru talin, og hafi þá betri skilyrði en hann hefur nú til að vanda til verka. Sé þetta gert, er hægt að leggja niður störf allra dómara í Hæstarétti samkvæmt heimild í 61. grein stjórnarskrárinnar, en þar segir um dómara: " ... og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra nema þegar svo stendur á, að verið er að koma nýrri skipun á dómstólana." Þessi heimild stjórnarskrárinnar er ótvíræð og auðskiljanleg: hægt er að flytja dómara í annað embætti á móti vilja þeirra, sé verið að koma nýrri skipun á dómstólana. Síðan er hægt að skipa dómara í Hæstarétt upp á nýtt með nýrri aðferð, þar sem erlendir menn, til dæmis lagaprófessorar og dómarar, verða fengnir til að hjálpa til við að meta hæfi umsækjenda og girða fyrir landlægan klíkuskap og nápot. Fyrri dómarar hefðu sama rétt og aðrir til að sækja um störfin. Ærin tilefniÞessi róttæka tillaga er ekki borin fram að ástæðulausu. Fyrrum ráðherra, sem Rannsóknarnefnd Alþingis segir hafa sýnt vanrækslu, fékk nýlega á sig dóm fyrir að skipa son flokksformanns síns í dómarastarf, þótt aðrir mun hæfari umsækjendur væru í boði. Frændinn og vinurinn í Hæstarétti eru mönnum í fersku minni, og það er einnig viðsnúningur Hæstaréttar í kvótamálinu undir þrýstingi frá ríkisstjórninni. Þennan ávirðingalista mætti lengja. Með því að endurskipa Hæstarétt nú þegar væri betur tryggt, að útgefnar ákærur ríkissaksóknara og sérstaks saksóknara fengju trúverðuga meðferð í Hæstarétti, þar sem dómendur hafa fengið hæfnisdóm erlendrar matsnefndar. Svipuð hreingerning þyrfti einnig að fara fram í öllu dómskerfinu og hjá ríkislögreglustjóra, og þótt fyrr hefði verið. Þótt spillingin í Sjálfstæðisflokknum (og einnig Framsóknarflokknum) hafi mengað svo dómskerfið, að almenningur telur sig ekki geta treyst dómstólunum, bera aðrir flokkar einnig ábyrgð. Enda hafa þeir yfirleitt ekki reynt að leiðrétta slagsíðuna í þau fáu skipti, sem þeir hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu, til dæmis í tíð þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr. Vandinn er því ekki bundinn við gömlu helmingaskiptaflokkana, heldur við stjórnmálastéttina eins og hún leggur sig. Við þessum vanda þarf að bregðast, áður en bankahrunið kemur til kasta Hæstaréttar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun