GM lýkur stærsta hlutafjárútboði sögunnar 18. nóvember 2010 09:11 Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski bílarisinn General Motors (GM) hefur lokið stærsta hlutafjárútboði sögunnar og er mættur aftur til leiks í kauphöllinni á Wall Street. Alls seldust hlutir fyrir 23,1 milljarða dollara eða um 2.600 milljarða kr. Þar með er þetta útboð um milljarði dollara stærra en útboð Agricultural Bank of China á markaðinum í Hong Kong fyrr í ár en það nam 22,1 milljarði dollara. Í júní í fyrra lá ljóst fyrir að GM myndi lýsa sig gjaldþrota og verða þar með stærsta iðnaðarfyrirtæki í sögu Bandaríkjanna sem slíkt hefur gert. Þá gripu bandarísk stjórnvöld inn í og lögðu GM til 50 milljarða dollara í neyðaraðstoð. Á móti eignaðist hið opinbera 61% hlut í GM. Í frétt um málið á vefsíðunni e24.no segir að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fengið 13,6 milljarða dollara í útboðinu nú en talið er að stjórnvöld hafi selt minna en helming af hlut sínum í GM. Verð á hlut í útboðinu nam 33 dollurum. Bloomberg-fréttaveitan hefur reiknað það út að ef stjórnvöld vestan hafs eigi ekki að tapa á neyðaraðstoð sinni þurfi að fást 53 dollara á hlutinn af þeim sem enn eru í eigu hins opinbera.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira