NBA í nótt: Stórstjörnurnar í Miami steinlágu fyrir Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2010 09:00 Zydrunas Ilgauskas, Mario Chalmers, Dwyane Wade og Chris Bosh virðast ekki trúa eigin augum. Mynd/AP Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði. NBA Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami heldur áfram að hiksta í NBA-deildinni í körfubolta en Dwyane Wade hefur aldrei skotið verr á ferlinum en þegar að Miami tapaði fyrir Indiana í nótt, 93-77. Það er langt í frá jafn þekktir leikmenn eða áberandi í liði Indiana og eru hjá Miami en þeir gerðu sér engu að síður lítið fyrir og unnu nokkuð sannfærandi sigur í leik liðanna - og það á heimavelli Miami. Á því áttu sjálfsagt fáir von. Danny Granger og Brandon Rush voru stigahæstir í liði Indiana með 20 stig hvor en Granger tók ellefu fráköst þar að auki. Wade var með fleiri tapaði bolta en stig í leiknum. Alls þrjú stig en fimm tapaðir boltar. Hann nýtti eitt af þrettán skotum sínum í vellum. Hann hefur aldrei hitt verr þegar hann hefur minnst tekið þrettán skot í leik. LeBron James var með 25 stig fyrir Miamim og Chris Bosh var með 21 stig og ellefu fráköst. Til að bæta gráu á svart bárust í gær fregnir af því að Udonis Haslem verði frá um óákveðinn tíma þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti. Mestu munaði um 29-11 sprett hjá Indiana í öðrum leikhluta leiksins. Þetta er þó í fyrsta sinn sem Indiana vinnur sigur á tímabilinu þegar liðið skorar færri en 100 stig í leik. Þess má svo geta að varamenn Miami skoruðu aðeins fjögur stig í öllum leiknum - en varamenn Indiana alls 40. Reyndar hafði Indiana betur í langflestum tölfræðiþáttum leiksins. Miami hefur nú unnið átta leiki í haust en tapað sex. Á sama tíma í fyrra státaði liðið af betri árangri; 9-5. „Það er ekki gaman hjá okkur núna," sagði James eftir leikinn í nótt. Boston vann Atlanta, 99-76. Nate Robinson heldur áfram að gera það gott hjá Boston í fjarveru Rajon Rondo og skoraði sextán stig og gaf tíu stoðsendingar í leiknum. San Antonio vann Orlando, 106-97. Ekki virðist sem svo að fréttir af skilnaði Tony Parker við leikkonuna Evu Longoriu hafi mikið að segja en hann skoraði 24 stig fyrir San Antonio og gaf tíu stoðsendingar. Þetta var elleftu stigur San Antonio í röð. Utah vann Sacramento, 94-83. CJ Miles skoraði 20 stig og Al Jefferson bætti við nítján fyrir Utah. Phoenix vann Houston, 123-116. Steve Nash var með 24 stig og níu stoðsendingar fyrir Phoenix. Oklahoma City vann Minnesota, 117-107. Kevin Durant og Jeff Green léku með Oklahoma City á ný eftir meiðsli en liðið vann í nótt sinn fimmta sigur í röð. LA Clippers vann New Orleans, 99-95. Eric Gordon var með 27 stig og Blake Griffin 24 stig og þrettán fráköst fyrir Clippers. Denver vann Golden State, 106-89. Carmelo Anthony skoraði 39 stig fyrir Denver og Al Harrington bætti við nítján gegn sínu gamla liði.
NBA Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira