Boston tapaði í þriðja sinn fyrir Atlanta á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2010 09:00 Doc Rivers, þjálfari Boston, var rekinn út úr húsi í nótt. Mynd/AP Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt. Joe Johnson skoraði 36 stig og hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum í 102-96 sigri Atlanta Hawks á Boston Celtics. Rajon Rondo var með 26 stig og 7 stoðsendingar hjá Boston-liðinu sem lék áfram án Kevin Garnett og missti Rasheed Wallace út rétt fyrir leik. Doc Rivers, þjálfari Boston, var rekinn úr húsi í seinni hálfleiknum. LeBron James var með 37 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst í fjórða sigri Cleveland Cavaliers í röð en liðið vann þá 117-114 sigur á Golden State Warriors. Corey Maggette var með 32 stig og Monta Ellis skoraði 30 stig fyrir Golden State. Andre Iguodala og Elton Brand voru báðir með 18 stig og Allen Iverson bætti við 16 stigum þegar Philadelphia 76ers endaði fjögurra leikja taphrinu með 96-92 sigri á New Orleans Hornets. Emeka Okafor var með 20 stig og 11 fráköst hjá Hornets sem tapaði í fyrsta sinn í sjö leikjum. Danny Granger skoraði 23 stig í 105-101 sigri Indiana Pacers á Toronto Raptors en Indiana-liðið lenti einmitt mest 23 stigum undir í leiknum. Troy Murphy var með 20 stig og 16 fráköst hjá Indiana en Chris Bosh skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Toronto. Luol Deng skoraði 27 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum í 120-87 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons en þetta var þrettánda tap Detroit í röð sem er lengsta taphrina félagsins frá 1993-94 tímabilinu. Derrick Rose skoraði 22 stig fyrir Bulls en Svíinn Jonas Jerebko var með 15 stig og 9 fráköst hjá Detroit þar sem Richard Hamilton var stigahæstur með 17 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig í 106-88 sigri Oklahoma City Thunder á New York Knicksen þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Þetta var ennfremur í níunda sinn í síðustu ellefu leikjum sem Durant brýtur 30 stiga múrinn. Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Deron Williams var með 23 stig og 10 stoðsendingar í 118-89 sigri Utah Jazz á Miami Heat og Carlos Boozer bætti við 25 stigum og 11 fráköstum. Michael Beasley skoraði 20 stig fyrir Miami en Dwyane Wade var með 13 stig og 6 stoðsendingar eftir að hafa meiðst á hendi í fyrsta leikhluta. Steve Nash var með 30 stig og 11 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 105-101 sigur á Milwaukee Bucks. Hakim Warrick var með 21 stig og 10 fráköst hjá Milwaukee. Carmelo Anthony kom til baka eftir hnémeiðsli og skoraði 24 stig í 105-94 sigri Denver Nuggets á Minnesota Timberwolves. Corey Brewer skoraði 25 stig fyrir Minnesota. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Boston Celtics gengur afar illa með Atlanta Hawks í NBA-deildinni í körfubolta í vetur því liðið tapaði í þriðja sinn fyrir Hawks í nótt. Boston hefur aðeins tapað samtals tíu leikjum á tímabilinu og því hafa 3 af 10 töpum liðsins komið á móti Atlanta. Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni nótt. Joe Johnson skoraði 36 stig og hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum í 102-96 sigri Atlanta Hawks á Boston Celtics. Rajon Rondo var með 26 stig og 7 stoðsendingar hjá Boston-liðinu sem lék áfram án Kevin Garnett og missti Rasheed Wallace út rétt fyrir leik. Doc Rivers, þjálfari Boston, var rekinn úr húsi í seinni hálfleiknum. LeBron James var með 37 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst í fjórða sigri Cleveland Cavaliers í röð en liðið vann þá 117-114 sigur á Golden State Warriors. Corey Maggette var með 32 stig og Monta Ellis skoraði 30 stig fyrir Golden State. Andre Iguodala og Elton Brand voru báðir með 18 stig og Allen Iverson bætti við 16 stigum þegar Philadelphia 76ers endaði fjögurra leikja taphrinu með 96-92 sigri á New Orleans Hornets. Emeka Okafor var með 20 stig og 11 fráköst hjá Hornets sem tapaði í fyrsta sinn í sjö leikjum. Danny Granger skoraði 23 stig í 105-101 sigri Indiana Pacers á Toronto Raptors en Indiana-liðið lenti einmitt mest 23 stigum undir í leiknum. Troy Murphy var með 20 stig og 16 fráköst hjá Indiana en Chris Bosh skoraði 27 stig og tók 10 fráköst fyrir Toronto. Luol Deng skoraði 27 stig og hitti úr 13 af 18 skotum sínum í 120-87 sigri Chicago Bulls á Detroit Pistons en þetta var þrettánda tap Detroit í röð sem er lengsta taphrina félagsins frá 1993-94 tímabilinu. Derrick Rose skoraði 22 stig fyrir Bulls en Svíinn Jonas Jerebko var með 15 stig og 9 fráköst hjá Detroit þar sem Richard Hamilton var stigahæstur með 17 stig. Kevin Durant skoraði 30 stig í 106-88 sigri Oklahoma City Thunder á New York Knicksen þetta var áttundi sigur liðsins í síðustu tíu leikjum. Þetta var ennfremur í níunda sinn í síðustu ellefu leikjum sem Durant brýtur 30 stiga múrinn. Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Deron Williams var með 23 stig og 10 stoðsendingar í 118-89 sigri Utah Jazz á Miami Heat og Carlos Boozer bætti við 25 stigum og 11 fráköstum. Michael Beasley skoraði 20 stig fyrir Miami en Dwyane Wade var með 13 stig og 6 stoðsendingar eftir að hafa meiðst á hendi í fyrsta leikhluta. Steve Nash var með 30 stig og 11 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 105-101 sigur á Milwaukee Bucks. Hakim Warrick var með 21 stig og 10 fráköst hjá Milwaukee. Carmelo Anthony kom til baka eftir hnémeiðsli og skoraði 24 stig í 105-94 sigri Denver Nuggets á Minnesota Timberwolves. Corey Brewer skoraði 25 stig fyrir Minnesota.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira