Enski boltinn

City reiðubúið að borga 100 milljónir evra fyrir Iniesta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Spænska dagblaðið Marca heldur því fram að Manchester City sé reiðubúið að opna sitt risastóra veski til að fá Spánverjann Andres Iniesta til félagsins frá Barcelona.

Iniesta hefur átt frábæru gengi að fagna á tímabilinu og tryggði Spánverjum til að mynda heimsmeistaratitilinn með því að skora eina markið í úrslitaleik HM gegn Hollandi.

„Iniesta átti frábært ár," er haft eftir innanbúðarmanni frá City í Marca. „Hann kom upp í gegnum unglingastarfið hjá Barcelona en það þýðir samt ekki að félagið muni ekki skoða góð tilboð sem berast í hann."

Barcelona á í nokkrum fjárhagslegum vandræðum og gæti freistast til að selja Iniesta fyrir risavaxna upphæð eins og 100 milljónir evra (15,5 milljarða króna) eins forráðamenn City eru sagðir reiðubúnir að greiða fyrir kappann í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×