Aldrei verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. júlí 2010 08:15 Ólafur Björn. Stefán Garðarsson Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik." Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Grafarholti í fyrra á dramatískan hátt. Hann kom þá til baka á lokaholunum og tryggði sér síðan titilinn með einhverju stórkostlegasta pútti sem sést hefur á íslenskum golfvelli. „Spennustigið hjá mér fyrir mótið er mjög gott og ég hlakka til að byrja. Ég mæti til leiks fullur sjálfstrausts og bjartsýnn. Að sjálfsögðu stefni ég að því að verja titilinn," sagði Ólafur Björn þar sem hann var við æfingar í Kiðjaberginu í gær. „Það verður óneitanlega meira pressa á mér þar sem ég hef titil að verja. Það truflar mig ekkert því ég kann ágætlega við að spila undir pressu og spila oft best þegar pressan er hvað mest." Ólafur Björn segir að það verði frábært að spila Íslandsmótið á þessum skemmtilega velli sem er umlukinn glæsilegri náttúru. „Það er ótrúlegur andi þarna á vellinum. Svo er þetta það skemmtilegt mót að það er ómögulegt annað en að njóta sín," sagði Ólafur Björn, en hverjir verða hans helstu keppinautar um helgina? „Það er ómögulegt að segja. Við eigum ótrúlegan fjölda af góðum kylfingum um þessar mundir og ég tel að það hafi aldrei áður verið eins margir góðir kylfingar á Íslandi," sagði Ólafur en kylfingar munu væntanlega ekki spila í sömu blíðu og hefur verið síðustu daga enda spáð rigningu og roki um helgina. „Þetta mót mun líklega ráðast á því hver gerir fæstu mistökin. Ekki hverjir ná í flesta fuglana. Það verður nauðsynlegt að halda bolta í leik."
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira