Þorðu ekki að klára norræna krísuæfingu 14. apríl 2010 06:00 Baldur Guðlaugsson Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Íslendingar treystu sér ekki til að sýna til hvaða ráða yrði gripið kæmi til fjármálaáfalls. FME taldi ákvörðunina mistök. Hræðsla við leka réð mestu. Aðstæðurnar sem æfingin byggði á voru nærfellt þær sömu og í hruninu. Ingimundur Friðriksson, þáverandi seðlabankastjóri, og Baldur Guðlaugsson, þáverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, ákváðu upp á sitt einsdæmi að kljúfa Ísland út úr samnorrænni viðlagaæfingu þar sem viðbrögð við fjármálaáfalli voru greind og æfð. Ástæðan var að þeir vildu ekki gefa vísbendingar um viðbrögð íslenskra stjórnvalda kæmi til erfiðleika á fjármálamarkaði. Æfingin fór fram réttu ári áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að þjóðnýta Glitni. Að æfingunni komu stjórnvöld á Norðurlöndunum og seðlabankar Eystrasaltsríkjanna. Í skýrslu Baldurs Guðlaugssonar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis skýrir hann ákvörðunina þannig: „Við töldum að það væri skynsamlegt að hafa ekkert á endanum sagt af eða á um það hvort ríkið mundi ætla að koma þarna þessum banka til aðstoðar við þessar aðstæður eða ekki." Eins kemur fram að þeir hafi óttast, þrátt fyrir að æfingin hafi verið unnin í trúnaði, að ef ákvörðun yrði tekin, og æfingin kláruð, myndi hún leka út. Ef beiðni banka um aðstoð hefði verið hafnað hefði það skapað ólgu en vilyrði hefði skapað „freistnivanda", sem felst í því að bankarnir hefðu fengið undirstrikað að þeim yrði hjálpað. „Af þeim sökum hefðu menn talið rétt að taka enga ákvörðun." Í vitnisburði annarra embættismanna SÍ og ráðuneyta fyrir nefndinni kemur fram að Ingimundur og Baldur hafi talið nóg komið. Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri viðskiptaráðuneytisins, segir Baldur hafa verið þeirrar skoðunar að hægt yrði að taka nauðsynlegar ákvarðanir á „nokkrum klukkustundum þegar þar að kæmi". Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins (FME) voru mjög óánægðir með ákvörðun Ingimundar og Baldurs. Þeir töldu hana hafa verið alvarleg mistök og Íslandi til minnkunar. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, sagði í skýrslutöku ári seinna að ákvörðunin hefði reynst afdrifarík þegar stjórnvöld voru ófær um að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Önnur lönd en Ísland kláruðu æfinguna og viðbrögð þeirra við fjármálaáfallinu ári síðar voru í fullkomnu samræmi við niðurstöðu æfingarinnar. svavar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira