Erótíska ferilskráin Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. desember 2010 06:00 Það er alltaf jafn gaman að sjá heila sögu kristallast í einum hversdagslegum atburði. Ég var þessarar ánægju aðnjótandi fyrir stuttu en þá sá ég virðulega hefðarfrú í pels fara inn í stórmarkað einn í bæ í suðursveitum Spánar. Vandlætingarsvipur hennar, þegar hún gekk framhjá betlaranum, hefði farið Skröggi gamla ágætlega á aðfangadegi. Betlarinn var klæddur í götótta garma. Hann er fátæklega tenntur, hávaxinn og með afburðum grannur. Hann ber sig þó ekki eymdarlega eins og betlurum er tamt, heldur vappar hann manna á milli, slær jafnvel létt á bakið og segir, "sæll félagi, heyrðu máttu nú ekki missa eins og eina evru." Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar ég var á nálægu kaffihúsi að gera upp reikninginn. Þá kemur hann askvaðandi og segir; "já, og svo eina evru fyrir mig, takk" rétt eins og hann væri virðisaukaskatturinn holdiklæddur. Oft gaukaði ég að honum evru en svo sinnaðist okkur eftir að hann gerðist helsti aðgangsharður í "skattheimtunni.". Fjölskylduböndin eru venjulega afar sterk hér á suður Spáni. Úr þeim eru hnýtt öryggisnet góð sem grípa menn ef þeim verður fótaskortur í tilverunni. Betlarinn atarna hefur hinsvegar farið gegnum möskvana og dottið á planið fyrir utan stórmarkaðinn. Hann er kominn af efnuðu fólki sem reynt hefur að koma honum á lappirnar en vefur vímuefnanna er stundum sterkari fjölskylduböndunum. Hann vann einu sinni í banka en það þykir nú aldeilis flott hér í landbúnaðarhéruðum suður Spánar. Ekki nóg með það heldur var hann kvenagull mikið og það voru alls engar slorkellingar sem hann tók á löpp. Nei, þetta voru mestu kvenkostirnir í héraðinu og margar þeirra eru í dag orðnar að hinum mestu hefðarfrúm. Til dæmis pelsklædda konan með vandlætingasvipinn. Þetta er því sérdeilis mikil dramasena í miðjum hversdagsleikanum fyrir Íslendingin sem sér bakvið hryggðarmyndina. Betlarinn gerir frúnni ekki þann grikk að yrða á hana. Hann lítur hinsvegar á mig, svona eins og til að gá hvort ég viti um sameiginlega fortíð þeirra. Ég reyndi að túlka vandlætingarsvip hefðarfrúnnar. Annað hvort þýddi hann "uss, að lífið skuli bjóða upp á svo sorglega endurfundi" eða "þvílíkur smánarbelttur á erótísku ferilskránni." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun
Það er alltaf jafn gaman að sjá heila sögu kristallast í einum hversdagslegum atburði. Ég var þessarar ánægju aðnjótandi fyrir stuttu en þá sá ég virðulega hefðarfrú í pels fara inn í stórmarkað einn í bæ í suðursveitum Spánar. Vandlætingarsvipur hennar, þegar hún gekk framhjá betlaranum, hefði farið Skröggi gamla ágætlega á aðfangadegi. Betlarinn var klæddur í götótta garma. Hann er fátæklega tenntur, hávaxinn og með afburðum grannur. Hann ber sig þó ekki eymdarlega eins og betlurum er tamt, heldur vappar hann manna á milli, slær jafnvel létt á bakið og segir, "sæll félagi, heyrðu máttu nú ekki missa eins og eina evru." Fyrst lágu leiðir okkar saman þegar ég var á nálægu kaffihúsi að gera upp reikninginn. Þá kemur hann askvaðandi og segir; "já, og svo eina evru fyrir mig, takk" rétt eins og hann væri virðisaukaskatturinn holdiklæddur. Oft gaukaði ég að honum evru en svo sinnaðist okkur eftir að hann gerðist helsti aðgangsharður í "skattheimtunni.". Fjölskylduböndin eru venjulega afar sterk hér á suður Spáni. Úr þeim eru hnýtt öryggisnet góð sem grípa menn ef þeim verður fótaskortur í tilverunni. Betlarinn atarna hefur hinsvegar farið gegnum möskvana og dottið á planið fyrir utan stórmarkaðinn. Hann er kominn af efnuðu fólki sem reynt hefur að koma honum á lappirnar en vefur vímuefnanna er stundum sterkari fjölskylduböndunum. Hann vann einu sinni í banka en það þykir nú aldeilis flott hér í landbúnaðarhéruðum suður Spánar. Ekki nóg með það heldur var hann kvenagull mikið og það voru alls engar slorkellingar sem hann tók á löpp. Nei, þetta voru mestu kvenkostirnir í héraðinu og margar þeirra eru í dag orðnar að hinum mestu hefðarfrúm. Til dæmis pelsklædda konan með vandlætingasvipinn. Þetta er því sérdeilis mikil dramasena í miðjum hversdagsleikanum fyrir Íslendingin sem sér bakvið hryggðarmyndina. Betlarinn gerir frúnni ekki þann grikk að yrða á hana. Hann lítur hinsvegar á mig, svona eins og til að gá hvort ég viti um sameiginlega fortíð þeirra. Ég reyndi að túlka vandlætingarsvip hefðarfrúnnar. Annað hvort þýddi hann "uss, að lífið skuli bjóða upp á svo sorglega endurfundi" eða "þvílíkur smánarbelttur á erótísku ferilskránni."
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun