Ungu strákarnir gefa Íslandi von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2010 06:00 Alfreð Finnbogason skoraði eitt og átti ríkan þátt í hinu marki Íslands í gær. Nordic Photos / AFP Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð." Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Tveir leikmenn U-21 landliðs Íslands, þeir Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson, björguðu andliti íslenska landsliðsins sem mætti Ísrael ytra í vináttulandsleik í gær. Mörk þeirra undir lok leiksins dugðu ekki til þar sem Ísrael vann leikinn, 3-2. „Við vorum komnir 2-0 undir eftir þrettán mínútur og þeir skoruðu svo þriðja markið á 27. mínútu. Þetta leit því ansi illa út hjá okkur," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir leikinn. „En við náðum að koma aðeins til baka í seinni hálfleik og bjarga andlitinu." Ísraelar skoruðu fyrsta markið eftir að Indriði Sigurðsson gaf boltann frá sér á eigin vallarhelmingi og það síðara eftir að boltinn var einfaldlega hirtur af Hermanni Hreiðarssyni sem var þá aftasti varnarmaður. Omer Dameri skoraði bæði mörkin en þetta var hans fyrsti landsleikur fyrir hönd Ísraels. „Fyrsti tvö mörkin voru gjafamörk - alger byrjendamistök," sagði Ólafur en þeir Indriði og Hermann eru leikreyndustu leikmenn íslenska landsliðsins. Ólafur sagði fyrir leikinn að liðið ætlaði að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og færa sig nær marki andstæðingsins en liðið hefur oft gert áður. Landsliðsþjálfarinn sagði að sú tilraun hefði misheppnast. „Við lentum í vandræðum. Ísraelsmenn eru léttleikandi, flinkir og duglegir að teygja á liðinu. Við breyttum til í seinni hálfleik og spiluðum aðeins aftar og þéttum miðjuna. Þá gekk okkur mun betur," sagði Ólafur. Ísland fékk þó fín færi í fyrri hálfleik sem liðið náði ekki að nýta. „Steinþór Freyr átti skot í slá, Kolbeinn komst einn í gegn og Birkir fékk tvö mjög góð færi en það féll ekki með okkur." Eins og Ólafur segir gekk Íslandi mun betur í síðari hálfleik og var nálægt því að jafna metin undir lokin. „Við settum pressu á þá undir lokin en það vantaði herslumuninn." Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í gær og var vitanlega ánægður með það. Hann skoraði fyrra mark Íslands og átti stóran þátt í því síðara. „Ég fékk boltann á teignum eftir hornspyrnu og setti hann á nærstöngina," sagði Alfreð í gær. „Ég átti svo sendingu inn á Steinþór Frey og hann lagði boltann fyrir Kolbein sem skoraði síðara markið," bætti hann við. „Það bætti aðeins stöðuna. Það stefndi í niðurlægingu en við tókum okkur saman í andlitinu og gátum labbað nokkuð brattir af velli," sagði Alfreð. „Ég er auðvitað aldrei sáttur við tap en miðað við stöðuna í hálfleik var þetta fínt. Ég er ánægður með markið en ég reyndi að nýta tækifærið og sýna að ég eigi heima í landsliðinu." Ólafur segir ferðina hafa nýst vel þrátt fyrir tapið. „Bæði leikmenn og við þjálfararnir erum reynslunni ríkari. Við prófuðum ákveðna hluti sem okkur langaði til að gera og það var fínt að sjá hvernig það gekk og hvað mætti betur fara. Þetta var góð ferð."
Íslenski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira