Seðlabankinn mælir með evrutengingu 21. desember 2010 05:45 Horfa til nýrra tíma Erfiðlega gekk að framfylgja peningastefnu Seðlabankans í alþjóðlegu umróti á fjármálamörkuðum, að því er segir í nýrri skýrslu bankans. Hér eru þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans.Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira