Sviss og Noregur ríkustu þjóðirnar, Ísland í tossaflokki 12. október 2010 09:39 Svisslendingar og Norðmenn eru ríkustu þjóðir heimsins, miðað við auð að meðaltali á hvern einstakling. Íslendingar eru hinsvegar fallnir niður í tossaflokk hvað þetta varðar ásamt Argentínu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu svissneska bankans Credit Suisse, Global Wealth Report. Þar segir að fullorðinn Svisslendingur á að jafnaði 373.000 dollara eða tæpar 42 milljónir kr. Hver Norðmaður sem kominn er á þrítugsaldurinn á að jafnaði 327.000 dollara í fórum sínum. Hér er átt við bæði fasteignir og lausafé. Fram kemur að í þriðja sætinu á listanum eru Kínverjar sem verið hafa á hraðleið upp þennan lista á undanförnum árum. Í fjórða og fimmta sæti eru svo Bandaríkjamenn og Japanir. Hvað Íslendinga og Argentínumenn varðar segir í skýrslunni að auður einstaklinga í þessum löndum hafi rýrnað um 30% milli ára og er það langmesta rýrnunin hjá þeim þjóðum sem fjallað er um í skýrslunni. Hinsvegar kemur ekki fram um hve háar fjárhæðir er hér að ræða né í hvaða sæti á listanum Ísland er statt. Á árunum fyrir hrun voru Íslendingar þó yfirleitt í einu af topp tíu sætunum í úttektum sem þessari. Úttekt Global Wealth Report nær til 4,4 milljarða einstaklinga um allan heim. Hinsvegar eru til 2,5 milljarður einstaklinga í heiminum sem eiga ekki bankareikning. Skýrslan fjallar ekki um þá. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Svisslendingar og Norðmenn eru ríkustu þjóðir heimsins, miðað við auð að meðaltali á hvern einstakling. Íslendingar eru hinsvegar fallnir niður í tossaflokk hvað þetta varðar ásamt Argentínu. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu svissneska bankans Credit Suisse, Global Wealth Report. Þar segir að fullorðinn Svisslendingur á að jafnaði 373.000 dollara eða tæpar 42 milljónir kr. Hver Norðmaður sem kominn er á þrítugsaldurinn á að jafnaði 327.000 dollara í fórum sínum. Hér er átt við bæði fasteignir og lausafé. Fram kemur að í þriðja sætinu á listanum eru Kínverjar sem verið hafa á hraðleið upp þennan lista á undanförnum árum. Í fjórða og fimmta sæti eru svo Bandaríkjamenn og Japanir. Hvað Íslendinga og Argentínumenn varðar segir í skýrslunni að auður einstaklinga í þessum löndum hafi rýrnað um 30% milli ára og er það langmesta rýrnunin hjá þeim þjóðum sem fjallað er um í skýrslunni. Hinsvegar kemur ekki fram um hve háar fjárhæðir er hér að ræða né í hvaða sæti á listanum Ísland er statt. Á árunum fyrir hrun voru Íslendingar þó yfirleitt í einu af topp tíu sætunum í úttektum sem þessari. Úttekt Global Wealth Report nær til 4,4 milljarða einstaklinga um allan heim. Hinsvegar eru til 2,5 milljarður einstaklinga í heiminum sem eiga ekki bankareikning. Skýrslan fjallar ekki um þá.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira