Federer: Það styttist í endurkomu Tigers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2010 20:15 Tiger og Federer eru miklir félagar. Tennisgoðið Roger Federer og kylfingurinn Tiger Woods eru miklir félagar. Federer er einn af fáum mönnum sem virðist hafa heyrt í Tiger eftir að líf hans nánast hrundi á einni nóttu. Federer hefur greint frá því að hafa rætt við Tiger í síma og segir að eftir það spjall sé hann sannfærður um að það styttist í endurkomu Tigers á golfvöllinn. Hann segir einnig að Tiger eigi eftir að vera jafngóður og hann var. „Slúðurblöðin hafa farið hamförum í þessu máli, styrktaraðilar flúið og svo framvegis. Ég hef alltaf verið meðvitaður um að ímynd sem maður byggir upp allan ferilinn getur hrunið á einni mínútu. Sú staðreynd hræðir mann en er engu að síður raunveruleiki," sagði Federer. Woods hefur ekki keppt í golfi síðan í Ástralíu þann 15. nóvember á síðasta ári og hefur ekki sést opinberlega síðan hann keyrði á tré. „Tiger þarf ró og fljótlega verður hann farinn að spila eins og við öll þekkjum hann," bætti Federer við. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tennisgoðið Roger Federer og kylfingurinn Tiger Woods eru miklir félagar. Federer er einn af fáum mönnum sem virðist hafa heyrt í Tiger eftir að líf hans nánast hrundi á einni nóttu. Federer hefur greint frá því að hafa rætt við Tiger í síma og segir að eftir það spjall sé hann sannfærður um að það styttist í endurkomu Tigers á golfvöllinn. Hann segir einnig að Tiger eigi eftir að vera jafngóður og hann var. „Slúðurblöðin hafa farið hamförum í þessu máli, styrktaraðilar flúið og svo framvegis. Ég hef alltaf verið meðvitaður um að ímynd sem maður byggir upp allan ferilinn getur hrunið á einni mínútu. Sú staðreynd hræðir mann en er engu að síður raunveruleiki," sagði Federer. Woods hefur ekki keppt í golfi síðan í Ástralíu þann 15. nóvember á síðasta ári og hefur ekki sést opinberlega síðan hann keyrði á tré. „Tiger þarf ró og fljótlega verður hann farinn að spila eins og við öll þekkjum hann," bætti Federer við.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira