Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1 23. september 2010 15:58 Michael Schumacher á fjölda aðdáenda enda sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher. Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher.
Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira