Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1 23. september 2010 15:58 Michael Schumacher á fjölda aðdáenda enda sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher. Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher.
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira