Ágreiningur um fréttamat: Sagði upp á Morgunblaðinu 29. apríl 2010 10:39 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp sem kvöldfréttastjóri vegna ágreinings um fréttaflutning af rannsóknarskýrslunni í Morgunblaðinu. Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati." Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Blaðakonan Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir sagði upp starfi sínu sem kvöldfréttastjóri Morgunblaðsins vegna ágreinings um forsíðu blaðsins sem birtist daginn eftir að rannsóknarskýrsla Alþingis kom út. Það var Smugan.is sem greindi frá því að Gunnhildur hefði sagt upp vegna þess að henni mislíkaði inngrip ritstjórans á forsíðu blaðsins. „Það er ekki rétt að ég hafi verið ósátt við að Haraldur [Johannessen, annar ritstjóri MBL. innsk blm.] skipti sér af forsíðu Morgunblaðsins. Það er starf hans sem ritstjóri. Hins vegar skildi ég ekki ástæður þess að hann vildi ekki fjalla með ítarlegri hætti um vanrækslu stjórnmála- og embættismanna á forsíðunni en ákvað að lúta því. Það fauk í mig þegar aðstoðarritstjóri og yfirmaður menningarmála komu og reyndu að sannfæra mig um að ákvörðun Haraldar og fréttamat væri rétt," segir Gunnhildur um ástæður þess að hún sagði upp en á forsíðu blaðsins var áhersla lögð á ábyrgð útrásarvíkinga með fyrirsögninni „Ábyrgðin er bankanna". Hún segir að fréttamat yfirboðara sinna á niðurstöðu rannsóknarskýrslunnar hafi verið svo gjörólíkt hennar að sér hafi fundist heiðarlegast gagnvart blaðinu að segja upp. Eins og kunnugt er þá er annar ritstjóri Morgunblaðsins Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Blaðið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir ráðningu Davíðs sem ritstjóra. Davíð var aftur á móti erlendis þegar rannsóknarskýrslan var birt og kom því ekki að fréttaflutningi blaðsins. „Ég ákvað með sjálfri mér að ég vildi heldur sinna uppeldi barna minna en að naga mig í handarbökin yfir því að taka þátt í að koma út blaði í svo hróplegu ósamræmi við fréttamat mitt," segir Gunnhildur sem hefur starfað sem blaðakona í mörg ár, meðal annars ritstýrði hún dagblaðinu 24 stundum. Gunnhildur mun starfa áfram hjá blaðinu út uppsagnarfrestinn en hún mun verða færð yfir á menningardeild blaðsins þangað til hún lýkur störfum. Því mun hún ekki skrifa fleiri innlendar fréttir fyrir blaðið. Gunnhildur segist ekki ósátt við breytinguna. „Þar sem ég er að vestan vil ég grípa til sjómennskusamlíkingar. Ritstjórinn stýrir skútu sinni og þarf að hafa í áhöfninni fólk sem hann getur treyst að hlýði og framfylgi ákvörðunum. Sömuleiðis verður áhöfnin öll, hásetar sem stýrimenn, að hafa trú á skipstjóranum og treysta sér til að fylgja ákvörðunum hans eftir," segir Gunnhildur og bætir við að lokum: „Gangi þeim vel að finna eftirmann sem hefur trú á stefnu þeirra og fréttamati."
Innlent Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira