Umræðan um öryggismál og Evrópuher 27. júlí 2010 06:00 Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Höfundur þessara lína var fastafulltrúi Íslands hjá Atlantshafsbandalaginu á seinni hluta 9. áratugar liðinnar aldar þegar breytingarnar miklu urðu við fall Berlínarmúrsins. Sú ógn sem stafaði af Sovétríkjunum varð til þess að NATO var stofnað 1949. Kjarni þess samstarfs fólst í V. grein stofnsáttmálans um að árás á eitt bandalagsríki jafngilti árás á þau öll. Þar með var það ljóst að innrás í Vestur-Evrópu væri stríðsyfirlýsing við Bandaríkin og friðurinn hélst. En við það að járntjaldið hvarf, Þýskaland var sameinað og stækkun NATO náði til fyrrum Varsjárbandalagsríkja, hvarf sú ógn að gerð yrði árás í Norður-Ameríku eða Evrópu með herafla utanaðkomandi ríkis. NATO náði sínum upphaflega tilgangi en hlutverkið breyttist eftir hrun Sovétríkjanna. Við tóku friðargæsla á Balkanskaga og hernaðaraðgerðir og friðargæsla í Afganistan. Nýir áhættuþættir höfðu tekið að steðja að aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins svo sem hryðjuverkastarfsemi, útbreiðsla kjarnavopna, ógnir við netöryggi eða framboð á orku. Undir þetta er tekið í Áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009, sem unnin var af starfshóp á vegum utanríkisráðuneytisins og höfundur tók þátt í. Þar var fjallað um alþjóðlega áhættuþætti en þeirra á meðal er netöryggi. Evrópska lögreglusamvinnustofnunin, Europol, telur s.k. laumunet mestu ógnina sem vofir yfir netnotendum. Þá er hægt að beita netárásum gegn ríkjum eins og varð vegna deilu Eistlands og Rússlands 2007. Það segir sig sjálft að Íslandi er það lífshagsmunamál að vera að fullu þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi til að tryggja öryggi. Ég tek undir það sem haft er eftir Selmu Erlu á heimasíðu Sterkara Ísland. Hún segist ekki skilja hvers vegna andstæðingar Evrópusambandsins og aðildar Íslands eyða öllu sínu púðri í hræðsluáróður um hernaðarbandalag sem á sér engar stoðir í veruleikanum. Við framkvæmd stefnu ESB í öryggis- og varnarmálum hefur verið ráðist í mörg verkefni á sviði friðargæslu og friðaruppbyggingar stundum með 60.000 manna viðbragðssveit úr herjum félagsríkja. Verkefnin eru nú 14 talsins, víða um heim og einnig unnin af borgaralegu starfsliði til að annast löggæslu og dómarastörf. Ákveðin samlegð er með stefnu Íslands og aðgerðum ESB í borgaralegum verkefnum. Þegar borgarastríðið í fyrrum Júgóslavíu hófst var spurt hvort þetta væri ekki evrópskt vandamál sem viðkomandi grannríki myndu leysa. Annað kom í ljós og þegar stöðva átti átökin í Kosovo þurfti til hernaðarlega yfirburði Bandaríkjanna og ráðandi stöðu þeirra í NATO. Ýmsum líkar sú staða ekki. Því hefur lengi verið rætt um hugmyndina um evrópskan varnarher, þ.e. fastan herstyrk frá aðildarríkjum ESB og undir stjórn þess. Ekki yrði um að ræða nýjar hersveitir heldur vel að merkja það að færa herstyrk, sem er hluti af liðsafla NATO og alltaf hefur lotið yfirstjórn bandarísks herforingja, undir evrópska herstjórn. Þeir sem þessu eru hlynntir telja m.a. að komi upp krísa í Austur- eða Mið-Evrópu geti Evrópuþjóðir sjálfar betur átt við málin. Á öndverðum meiði eru rök þeirra sem telja að Evrópuher leiði til þess að NATO og Bandaríkin hverfi í skuggann og þar með áhrif sem ómissandi eru, sérlega í samningum við Rússa. Bent hefur verið á fjölmörg vandamál við framkvæmdina, svo sem val og framleiðslu búnaðar, ákvarðanir sameiginlegrar aðgerðastefnu og um tungumál í samskiptum. Hugsanleg stofnun Evrópuhers varðar Íslendinga, herlausa þjóð, ekki beint. Það er misskilningur að ætla að aðild að Evrópusambandinu leiði til þátttöku í Evrópuher, sem reyndar má draga mjög í efa að verði stofnaður. Ekki hefur grundvöllur fyrir Evrópuher skapast með Lissabon-sáttmálanum. Yfirlýsing ESB vegna aðildar Írlands tekur ótvírætt fram að hverju ríki er í sjálfsvald sett hvernig framlagi til sameiginlegra varna er hagað og að aðildarríki eru ekki skuldbundin til að taka þátt í hernaðarlegum aðgerðum á vegum bandalagsins. (Sjá skýrslu Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, maí 2010, bls. 34, 60. Í vefsíðu Lisbon Referendum Commission á Írlandi segir m.a.: „The Treaty of Lisbon does not provide for the creation of a European army or any form of conscription“.) Það var verst að „ungir bændur“ og síðan aðrir skyldu verða gripnir tilefnislausum áhyggjum um hervæðingu landsins ef Ísland gerðist aðili að ESB. Um skrif Morgunblaðsins þar um er best að fara sem fæstum orðum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun