Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður garðar örn úlfarsson skrifar 1. júlí 2010 07:15 Margbæta þurfti gönguskó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“ Innlent Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“
Innlent Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira