Sverrir Jakobsson: Nauðsyn niðurskurðar 18. maí 2010 10:57 Umræða um fjárlög næsta árs er nú þegar á villigötum. Alls staðar heyrir maður sama sönginn um nauðsyn niðurskurðar á sviðum sem varða þjóðina miklu, í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Talað er um allt að 40 milljarða króna niðurskurð sem augljóslega mun hafa geigvænleg áhrif mjög víða og getur jafnvel lamað starf víða á spítölum og í skólum. Því miður virðist ríkisstjórnin vera undir áhrifum frá þeim rétttrúnaði að aldrei megi hækka skatta. Þetta er sami rétttrúnaðurinn og leiddi af sér afdrifaríkustu hagstjórnarmistök seinasta áratugar að mati þáverandi forsætisráðherra. Þessi áróður styðst hins vegar ekki við staðreyndir. Því fer fjarri að skattbyrði sé há á Íslandi. Að minnsta er hún ekki svo há að við ættum að eyðileggja okkar góða heilbrigðiskerfi eða stefna sókn þjóðarinnar í menntamálum í voða vegna þess að ekki sé til fé til að standa undir því. Það verður á endanum mun dýrara heldur en skattahækkun til að brúa fjárlagagatið. Skattar á Íslandi eru ekki háir og ríkisstjórnin sem nú situr hefur lækkað skatta hjá stórum hópi launafólks. Ef litið er til gagna frá Hagstofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 334 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Í frétt Hagstofunnar kom einnig fram miðgildi launa og einnig var gefið upp algengasta gildi sem ákveðið launabil. Skemmst er frá að segja að miðgildið er 282 þúsund á mánuði. Algengasta gildið er svo 175-225 þúsund. Helmingur vinnandi fólks hefur sem sagt lægri laun en 282 þúsund á mánuði, en stærsti hópurinn er mun verr launaður, hefur 175-225 þúsund krónur. Ríflega fimmti hver launamaður fellur í þennan hóp og sé þeim bætt við sem hafa minna en 175 þúsund, sést að hátt í 30% launafólks fær minna en 225 þúsund í mánaðarlaun. Seinasta fjárlagafrumvarp létti skattbyrði þessa hóps en samkvæmt því lækka skattar einstaklinga sem eru með 270 þúsund eða minna á mánuði og hjóna sem eru með 540 þúsund eða minna. Stór hluti íslenskra launamanna hefur því fengið skattalækkun nýlega. Þeir sem hafa minnst á milli handanna. Nýútgefnar upplýsingar um orkuverð segja okkur að stóriðjufyrir-tæki borgi minna fyrir orkuna á Íslandi en annars staðar í veröldinni, auk þess sem að samið hefur verið um rífleg skattfríðindi orkufyrirtækjum til handa. Það er auður sem hægt er að endurheimta, ef ríkis-stjórnin hefur kjark til þess að endurvekja tímabærar hugmyndir um auðlindaskatt. Harður áróður Samtaka atvinnulífsins kom því miður í veg fyrir að það tækist á seinasta ári, en það er varla ástæða fyrir stjórnvöld að taka endalaust tillit til þessa þrýstihóps eftir að Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá stöðugleikasáttmálanum. Auðlindaskattur gæti dregið verulega úr þörf fyrir niðurskurð. Samkvæmt mjög hófsömum tillögum stjórnvalda í fyrra hefði hóflegur auðlindaskattur skilað 16 milljarða tekjum eða næstum helmingi niðurskurðarins sem er boðaður núna. Er okkur virkilega stætt á því að láta þrýstihópa koma í veg fyrir að sú leið verði könnuð til hlítar? Eru tekjur álfyrirtækjanna svo heilagar að sjúklingar eigi að fá verri þjónustu frekar en að litið sé af alvöru á þennan tekjustofn? Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að þessi fyrirtæki ganga nú á takmarkaðar orkulindir Íslendinga án þess að mikill innlendur virðisauki verði til af þeirri starfsemi. Einnig þarf að meta skuld íslenskra fyrirtækja við samfélagið sem þau hafa brugðist. Skattar á fyrirtæki eru lægri á Íslandi en víða annars staðar, en sá skortur á aðhaldi hafði sitt að segja um hegðun þeirra í aðdraganda hrunsins. Við höfum fylgst með því að undanförnu hvernig stjórnendur íslenskra fyrir-tækja tóku milljarða út úr rekstri þeirra skömmu fyrir hrun. Því fer fjarri að íslenskir stóreignamenn hafi endurgreitt þjóðinni fórnarkostnaðinn af glæfraskap sínum í viðskiptum. Ein leið til þess væri í formi hærri skatts á allra hæstu tekjur. Það er staðreynd að hámarkstekjuskattsprósentan á Íslandi, 47%, er ekki há miðað við það sem þekkist erlendis. Hún var enn hærri víða um lönd hér áður fyrr. Á mesta hagsældarskeiði Bandaríkjanna, 1950-1960, var skattur á hæstu tekjur t.d. yfir 90%. Eigi að síður stóð atvinnulíf þar traustum fótum, ólíkt því sem var á Íslandi fyrir hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Umræða um fjárlög næsta árs er nú þegar á villigötum. Alls staðar heyrir maður sama sönginn um nauðsyn niðurskurðar á sviðum sem varða þjóðina miklu, í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Talað er um allt að 40 milljarða króna niðurskurð sem augljóslega mun hafa geigvænleg áhrif mjög víða og getur jafnvel lamað starf víða á spítölum og í skólum. Því miður virðist ríkisstjórnin vera undir áhrifum frá þeim rétttrúnaði að aldrei megi hækka skatta. Þetta er sami rétttrúnaðurinn og leiddi af sér afdrifaríkustu hagstjórnarmistök seinasta áratugar að mati þáverandi forsætisráðherra. Þessi áróður styðst hins vegar ekki við staðreyndir. Því fer fjarri að skattbyrði sé há á Íslandi. Að minnsta er hún ekki svo há að við ættum að eyðileggja okkar góða heilbrigðiskerfi eða stefna sókn þjóðarinnar í menntamálum í voða vegna þess að ekki sé til fé til að standa undir því. Það verður á endanum mun dýrara heldur en skattahækkun til að brúa fjárlagagatið. Skattar á Íslandi eru ekki háir og ríkisstjórnin sem nú situr hefur lækkað skatta hjá stórum hópi launafólks. Ef litið er til gagna frá Hagstofu Íslands voru meðallaun á Íslandi 334 þúsund krónur á mánuði á árinu 2009. Í frétt Hagstofunnar kom einnig fram miðgildi launa og einnig var gefið upp algengasta gildi sem ákveðið launabil. Skemmst er frá að segja að miðgildið er 282 þúsund á mánuði. Algengasta gildið er svo 175-225 þúsund. Helmingur vinnandi fólks hefur sem sagt lægri laun en 282 þúsund á mánuði, en stærsti hópurinn er mun verr launaður, hefur 175-225 þúsund krónur. Ríflega fimmti hver launamaður fellur í þennan hóp og sé þeim bætt við sem hafa minna en 175 þúsund, sést að hátt í 30% launafólks fær minna en 225 þúsund í mánaðarlaun. Seinasta fjárlagafrumvarp létti skattbyrði þessa hóps en samkvæmt því lækka skattar einstaklinga sem eru með 270 þúsund eða minna á mánuði og hjóna sem eru með 540 þúsund eða minna. Stór hluti íslenskra launamanna hefur því fengið skattalækkun nýlega. Þeir sem hafa minnst á milli handanna. Nýútgefnar upplýsingar um orkuverð segja okkur að stóriðjufyrir-tæki borgi minna fyrir orkuna á Íslandi en annars staðar í veröldinni, auk þess sem að samið hefur verið um rífleg skattfríðindi orkufyrirtækjum til handa. Það er auður sem hægt er að endurheimta, ef ríkis-stjórnin hefur kjark til þess að endurvekja tímabærar hugmyndir um auðlindaskatt. Harður áróður Samtaka atvinnulífsins kom því miður í veg fyrir að það tækist á seinasta ári, en það er varla ástæða fyrir stjórnvöld að taka endalaust tillit til þessa þrýstihóps eftir að Samtök atvinnulífsins sögðu sig frá stöðugleikasáttmálanum. Auðlindaskattur gæti dregið verulega úr þörf fyrir niðurskurð. Samkvæmt mjög hófsömum tillögum stjórnvalda í fyrra hefði hóflegur auðlindaskattur skilað 16 milljarða tekjum eða næstum helmingi niðurskurðarins sem er boðaður núna. Er okkur virkilega stætt á því að láta þrýstihópa koma í veg fyrir að sú leið verði könnuð til hlítar? Eru tekjur álfyrirtækjanna svo heilagar að sjúklingar eigi að fá verri þjónustu frekar en að litið sé af alvöru á þennan tekjustofn? Svo ekki sé minnst á þá staðreynd að þessi fyrirtæki ganga nú á takmarkaðar orkulindir Íslendinga án þess að mikill innlendur virðisauki verði til af þeirri starfsemi. Einnig þarf að meta skuld íslenskra fyrirtækja við samfélagið sem þau hafa brugðist. Skattar á fyrirtæki eru lægri á Íslandi en víða annars staðar, en sá skortur á aðhaldi hafði sitt að segja um hegðun þeirra í aðdraganda hrunsins. Við höfum fylgst með því að undanförnu hvernig stjórnendur íslenskra fyrir-tækja tóku milljarða út úr rekstri þeirra skömmu fyrir hrun. Því fer fjarri að íslenskir stóreignamenn hafi endurgreitt þjóðinni fórnarkostnaðinn af glæfraskap sínum í viðskiptum. Ein leið til þess væri í formi hærri skatts á allra hæstu tekjur. Það er staðreynd að hámarkstekjuskattsprósentan á Íslandi, 47%, er ekki há miðað við það sem þekkist erlendis. Hún var enn hærri víða um lönd hér áður fyrr. Á mesta hagsældarskeiði Bandaríkjanna, 1950-1960, var skattur á hæstu tekjur t.d. yfir 90%. Eigi að síður stóð atvinnulíf þar traustum fótum, ólíkt því sem var á Íslandi fyrir hrunið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun