Hvassviðri ógnar opna breska meistaramótinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2010 11:45 Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær. Upphafshögg Tigers á 11. holu endaði á flötinni á 7. holu svo dæmi sé tekið af því hvernig vindurinn lék kylfinga. "Það getur enginn spilað á vellinum við svona aðstæður," sagði Tiger eftir að hafa barist í gegnum 18 holur. Hann var ekki sá eini sem lenti í gríðarlegum vandræðum. Scott Verplank átti pútt sem fór langt fram hjá holu. Vindurinn tók svo völdin og feykti boltanum beint aftur til Verplank. Skipuleggjendur mótsins viðurkenndu að það væri ekki hægt að spila mótið í svona miklum vindi. Veðurspáin fyrir vikuna er ekkert sérstök enda von á meira roki. Þó ekki það miklu að ekki verði hægt að spila. Það gæti þó staðið tæpt. Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Undirbúningur kylfinga fyrir opna breska meistaramótið gengur ekki sem best en það var gríðarlega hvasst er Tiger Woods og félagar æfðu á St. Andrews-vellinum í gær. Upphafshögg Tigers á 11. holu endaði á flötinni á 7. holu svo dæmi sé tekið af því hvernig vindurinn lék kylfinga. "Það getur enginn spilað á vellinum við svona aðstæður," sagði Tiger eftir að hafa barist í gegnum 18 holur. Hann var ekki sá eini sem lenti í gríðarlegum vandræðum. Scott Verplank átti pútt sem fór langt fram hjá holu. Vindurinn tók svo völdin og feykti boltanum beint aftur til Verplank. Skipuleggjendur mótsins viðurkenndu að það væri ekki hægt að spila mótið í svona miklum vindi. Veðurspáin fyrir vikuna er ekkert sérstök enda von á meira roki. Þó ekki það miklu að ekki verði hægt að spila. Það gæti þó staðið tæpt.
Golf Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira