NBA í nótt: New Orleans vann stjörnulið Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2010 11:00 Chris Paul var frábær í nótt. Mynd/AP New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján. NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
New Orleans hefur byrjað frábærlega á tímabilinu í NBA-deildinni í haust og gerði sér lítið fyrir og vann stjörnum prýtt lið Miami í nótt, 96-93. New Orleans byrjaði af krafti og komst í 14-4 á fyrstu mínútunum. Þessa forystu lét liðið ekki af hendi fyrr en tæp mínúta var til leiksloka og LeBron James kom Miami yfir á vítalínunni, 90-89. Trevor Ariza svaraði með þristi og New Orleans komst í fjögurra stiga forystu þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Chris Bosh náði að minnka muninn í eitt með þriggja stiga skoti en David West jók muninn í þrjú með tveimur vítaköstum þegar sjö sekúndur voru eftir. Eddie House fékk tækifæri til jafna metin með þriggja stiga skoti en missti marks. Þar með voru úrslitin ráðin. Chris Paul og Emeka Okafor voru frábærir í liði Hornets og fóru mikinn í sóknarleik liðsins. Paul skoraði „aðeins" þrettán stig en var með alls nítján stoðsendingar í leiknum auk þess sem hann stal boltanum fimm sinnum. Okafor var stigahæstur með 26 stig og nýtti tólf af þrettán skotum sínum utan af velli. Hann tók þar að auki þrettán fráköst. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 28 stig auk þess sem hann tók tíu fráköst. LeBron James var með 20 stig og tíu stoðsendingar og Bosh fimmtán stig. New Orleans hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa á tímabilinu en Miami hefur tapað tveimur af fyrstu sex. Phoenix vann Memphis, 123-118, í tvíframlengdum leik. Jason Richardson skoraði 38 stig fyrir Phoenix, þar af fimm á síðustu sekúndu fjórða leikhluta þótt ótrúlega megi virðast. Richardson byrjaði á því að setja niður þrist þegar 1,1 sekúnda var eftir og minnka muninn í eitt stig. Það var svo brotið á Rudy Gay þegar 0,4 sekúndur voru eftir. Hann misnotaði fyrra skotið sitt og ætlaði svo að misnota það síðara líka. Hann hins vegar hitti úr síðara skotinu og Phoenix tók leikhlé um leið. Þeir fengu svo að byrja með boltann á vallarhelmingi Memphis og skoraði Richardson með Alley-oop troðslu um leið og leiktíminn rann út.Phoenix náði svo að klára leikinn í síðari framlengingunni.LA Lakers vann Toronto, 108-103. Pau Gasol var með 30 stig og Kobe Bryant 23. Lakers er enn ósigrað í deildinni.Detroit vann Charlotte, 97-90. Ben Gordon var með 20 stig og Tayshaun Prince fjórtán fyrir Detroit sem vann sinn fysta leik á tímabilinu í nótt.Cleveland vann Philadelphia, 123-116. Cleveland var næstum búið að klúðra leiknum eftir að hafa mest verið með nítján stiga forystu en náði að rétta úr kútnum í fórða leikhluta og vinna góðan sigur.Milwaukee vann Indiana, 94-90. John Salmons var með 22 stig fyrir Milwaukee.Boston vann Chicago í framlengdum leik, 110-105. Kevin Garnett varði mikilvægt skot frá Joakim Noah í lok framlengingarinnar og gerði Boston kleift að vinna nauman sigur.New York vann Washington, 112-91. Toney Douglas var með nítján stig og tíu fráköst fyrir New York. Raymond Felton bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Gilbert Arenas spilaði sinn fyrsta leik í langan tíma með Washington í nótt.Atlanta vann Minnesota, 113-103. Jamal Crawford skoraði 22 stig fyrir Atlanta.Golden State vann Utah, 85-78. Stephen Curry fór mikinn á lokakafla leiksins og skoraði níu stig á síðustu þremur mínútunum fyrir Golden State.Orlando vann New Jersey, 105-90. Dwight Howard var með 30 stig og sextán fráköst fyrir Orlando.Denver vann LA Clippers, 111-104. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Al Harrington átján.
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira