Af heimsku og niðurgangi 26. maí 2010 06:00 Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Ég var fyrir skemmstu í þorpinu Garrucha á suð-austurströnd Spánar. Hvernig sem á því stendur þá er rækjan sem kennd er við þetta þorp fræg um gjörvallan Spán og þykir hið mesta góðgæti. Þeir sem hafa tíma til að velta þessu fyrir sér spyrja sig hvers vegna rækjan sem landað er í þessu þorpi sé svona miklu betri en sú sem landað er annars staðar. Rækjan er jú ekki tínd upp úr fjörunni. Þeir sem gefa sér enn meiri tíma komast að því að megnið af þessari svokölluðu Garrucha-rækju hefur ekkert með þetta litla þorp að gera. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli. Ég er ekki vanur að spyrja hvaðan kræsingarnar koma áður en ég kokgleypi við þeim. Hefur mér heldur aldrei orðið meint af þó logið sé til um upprunann. Þær mættu þess vegna koma úr Reykjavíkurtjörn svo lengi sem bragðið svíkur ekki og engin óþægileg eftirköst fylgja. En nú standa kosningar fyrir dyrum og frambjóðendur hrista allar mögulega kræsingar fram úr erminni og bera á borð kjósenda. Þá ríður á að allir séu varir um sig. Best er að gefa sér góðan tíma og jafnvel hugsa málið, sé því við komið. Mér var kennt, eins og fleiri Vestfirðingum, að vera ekki matvandur. Hinsvegar væri það heillaráð að spyrja nokkurra spurninga áður en gleypt er við góssinu: 1) Hvaðan er hráefnið komið? 2) Hverju var bætt út í? 3) Hver kokkaði? Og síðast en ekki síst, 3) Hver á að vaska upp? Ef boðið er upp á loðin svör og langlokur er best að þakka kurteislega fyrir sig og halda sinnar leiðar. Þeim sem vilja taka áhættuna er hinsvegar bent á að vel saltaðar súpur eru afar góðar við niðurgangi. Heimsku er hinsvegar erfiðar að eiga við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Það væri ósanngjarnt að segja að mannskepnan sé heimsk. Hinsvegar er hægt að bera á borð fyrir hana næstum hvaða vitleysu sem er og láta hana tyggja á henni um ókomna tíð. Í mörgum tilfellum er eflaust tímaskorti frekar en heimsku um að kenna. Erillinn gerir mörgum erfitt fyrir að velta því fyrir sér hverju þeir eru að stinga upp í sig eða japla á. Ég var fyrir skemmstu í þorpinu Garrucha á suð-austurströnd Spánar. Hvernig sem á því stendur þá er rækjan sem kennd er við þetta þorp fræg um gjörvallan Spán og þykir hið mesta góðgæti. Þeir sem hafa tíma til að velta þessu fyrir sér spyrja sig hvers vegna rækjan sem landað er í þessu þorpi sé svona miklu betri en sú sem landað er annars staðar. Rækjan er jú ekki tínd upp úr fjörunni. Þeir sem gefa sér enn meiri tíma komast að því að megnið af þessari svokölluðu Garrucha-rækju hefur ekkert með þetta litla þorp að gera. Þetta skiptir kannski ekki miklu máli. Ég er ekki vanur að spyrja hvaðan kræsingarnar koma áður en ég kokgleypi við þeim. Hefur mér heldur aldrei orðið meint af þó logið sé til um upprunann. Þær mættu þess vegna koma úr Reykjavíkurtjörn svo lengi sem bragðið svíkur ekki og engin óþægileg eftirköst fylgja. En nú standa kosningar fyrir dyrum og frambjóðendur hrista allar mögulega kræsingar fram úr erminni og bera á borð kjósenda. Þá ríður á að allir séu varir um sig. Best er að gefa sér góðan tíma og jafnvel hugsa málið, sé því við komið. Mér var kennt, eins og fleiri Vestfirðingum, að vera ekki matvandur. Hinsvegar væri það heillaráð að spyrja nokkurra spurninga áður en gleypt er við góssinu: 1) Hvaðan er hráefnið komið? 2) Hverju var bætt út í? 3) Hver kokkaði? Og síðast en ekki síst, 3) Hver á að vaska upp? Ef boðið er upp á loðin svör og langlokur er best að þakka kurteislega fyrir sig og halda sinnar leiðar. Þeim sem vilja taka áhættuna er hinsvegar bent á að vel saltaðar súpur eru afar góðar við niðurgangi. Heimsku er hinsvegar erfiðar að eiga við.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun