Erlendur valinn besti unglingurinn og Ísland í öðru sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2010 06:00 Erlendur Jóhannesson. Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet. Innlendar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Íslenska kraftlyftingalandsliðið náði góðum árangri á Smáþjóðaleikunum í ólympískum lyftingum 2010 voru haldnir í Kýpur um síðustu helgi. Ísland sendi fjögurra manna lið til Kýpur og það náði öðru sæti á mótinu á eftir heimamönnum í Kýpur. Aðrar þjóðir sem tóku þátt voru Kýpur, Malta, Luxemburg og San Marínó. Lið Kýpurbúa sigraði í leikunum og Luxemburg varð í þriðja sæti.Keppni þessi var einnig hluti af stærri keppni, Rene deVille Open, en þar kepptu, auk þeirra liða sem þátt tóku í smáþjóðaleikunum, lið Grikklands, Englands, Skotlands og Wales. Íslendingar hrepptu þriðja sæti í þeirri keppni. Í fyrsta og öðru sæti voru Grikkir og Kýpurbúar. Lið Íslands var skipað af Gísla Kristjánssyni í 105 kg flokki, Erlendi Jóhannessyni í 94 kg flokki, Sigurði Bjarka Einarssyni í 85 kg flokki og Hrannari Guðmundssyni í 69 kg flokki. Gísli var í þriðja sæti allra keppenda á Smáþjóðaleikunum samkvæmt stigatöflu þrátt fyrir að hann væri langelstur allra keppenda, 46 ára. Árangur Gísla vakti athygli á mótinu og er hvatning fyrir alla lyftingamenn að láta ekki deigan síga þótt þeir séu komnir af léttasta skeiði. Gísli Kristjánsson snaraði 135 kg og missti 140 kg naumlega. Erlendur Jóhannesson snaraði 118 kg og jafnhattaði 138 kg, og er snörunin og samanlagður árangur slandsmet fullorðinna, auk þess sem snörun, jafnhöttun og samanlagður árangur er Íslandsmet unglinga. Erlendur varð í fimmta sæti í stigakeppni einstaklinga og hreppti sérstök verðlaun sem besti unglingurinn á mótinu, en hann er 19 ára. Sigurður Bjarki Einarsson snaraði 111 kg og jafnhattaði 135 kg, sem er nálægt hans besta árangri í snörun, en í annarri tilraun jafnhendingar tóku sig upp gömul meiðsli í læri hans og hann varð þá að hætta keppni og láta sér nægja þau 135 kg sem hann hafði jafnhattað. Hrannar Guðmundsson snaraði 98 kg, jafnhattaði 117 kg, sem eru hvort tveggja Íslandsmet, auk þess sem samanlagður árangur er einnig Íslandsmet.
Innlendar Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira