Skuldaði 18% af eiginfé Kaupþings 19. apríl 2010 04:00 Einn af helstu hluthöfum Kaupþings lenti í miklum hremmingum þegar dyr lokuðust á alþjóðlegum lánsfjármörkuðum árið 2008 og greip til ýmissa ráða til að halda verði hlutabréfa í bankanum uppi. Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ólafur Ólafsson var með stærstu hluthöfum Kaupþings allt frá einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. Bankinn lánaði honum háar fjárhæðir þegar hlutabréfaverð hrundi. Kaupþing lánaði félögum tengdum Ólafi Ólafssyni, sem löngum var kenndur við Samskip, 73 milljarða króna frá í janúar 2007 og þar til bankinn féll tæpum tveimur árum síðar. Þegar skilanefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins tók lyklavöldin í Kaupþingi skulduðu félög Ólafs bankanum 96,2 milljarða króna, sem jafngilti átján prósentum af eiginfjárgrunni bankans. Þá eru ótalin rúmlega fimmtíu milljarða lán félaga hans gagnvart Glitni. Fjárfestingarfélögin Kjalar og Egla voru umfangsmestu lántakendur Kaupþings frá miðju ári 2006, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Félag Ólafs, Egla, keypti stóran hlut í Búnaðarbankanum við sölu ríkisins á bankanum í ársbyrjun 2003. Síðla árs 2006 var bankahluturinn færður inn í dótturfélagið Kjalar Invest, sem skráð var í Hollandi. Sumarið 2007 endurfjármagnaði bandaríski bankinn Citibank hlutafjáreignina og var Kaupþingshlutinn eftir það færður inn í annað Eglu-félag, sem jafnframt var skráð í Hollandi. Þegar yfir lauk átti Egla Invest um tíu prósenta hlut í Kaupþingi og var næststærsti hluthafi bankans. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars, sat í stjórn Kaupþings í krafti eignarhlutarins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er tekið fram að lán til félaga Ólafs hafi hækkað verulega þegar nær dró falli bankans. Það tengdist ekki síst veðkalli bandaríska bankans Citibank á Eglu. Í byrjun árs 2008 hafði gengi hlutabréfa bankans lækkað mikið ásamt því sem gengi krónunnar hafði lækkað. Þegar það fór undir veðþröskuld Citibank krafðist bankinn aukinna trygginga. Kaupþing brást við vandræðum Ólafs og lánaði honum 120 milljónir evra, jafnvirði rúmra ellefu milljarða króna, til að mæta veðkallinu. Bæði gengi hlutabréfa Kaupþings og íslenska krónan héldu áfram að falla og varð úr að Kaupþing og Glitnir komu félögunum til hjálpar. Þegar sumarið gekk í garð höfðu bankarnir tveir lánað félögum Ólafs fjögur hundruð milljónir evra, tæpa fjörutíu milljarða króna á þávirði, til að forða þeim bandaríska frá því að taka yfir hlutafé Ólafs í bankanum. Hefðu sú orðið raunin hefði Citibank orðið með stærri hluthöfum Kaupþings. Þetta var fyrsti snúningur helsta eiganda Kaupþings til varnar hlutabréfaeign hans. Hálfum mánuði fyrir fall bankans í október 2008 fengu tvö félög Ólafs 130 milljónir evra, jafnvirði 17,7 milljarða króna, til kaupa á skuldatryggingum á Kaupþing. Viku síðar varð Kaupþingsbankinn aftur að styðja við bakið á Ólafi þegar þýski bankinn Deutsche Bank krafðist aukinna trygginga og lánaði honum jafnvirði sautján milljarða króna, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Síðasta haldreipi Ólafs til bjargar Kaupþingi og þar með hlutafé hans í bankanum voru kaup sjeiksins Mohammeds Bin Khalifa Al-Thanis, bróður emírsins af Katar, á fimm prósenta hlut í bankanum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að ótvíræð tengsl séu á milli Ólafs og Al-Thanis en Kaupþing lánaði Al-Thani fyrir kaupverðinu. Þetta dugði ekki til en örfáum dögum eftir að Katarbúinn keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi tók skilanefnd Fjármálaeftirlitsins bankann yfir. Lánið til Al-Thanis var enn ógreitt í janúar í fyrra. jonab@frettabladid.is
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira