Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fylgdi eftir Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik um síðustu helgi með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir Leifur vinnur þetta mót.
Í ár er það Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem nýtur góðs af mótinu og fær eina milljóna króna.
Hlynur Geir Hjartarson úr GK varð í öðru sæti en Sigurpáll Geir Sveinsson GK í því þriðja. Sigurpáll vann höggleikinn fyrir hádegi.