Petr Cech, markvörður Chelsea, meiddist í leiknum gegn Inter í kvöld og varð að fara af velli eftir klukkutíma leik.
Hann rann er hann kastaði boltanum og meiddist við það. Hvergi var maður nálægt.
Í fyrstu var óttast að hann hefði orðið fyrir alvarlegum meiðslum á hné. Svo er víst ekki og talið að meiðslin séu í kálfanum.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sagði að ekki yrði ljóst hversu lengi markvörðurinn yrði frá fyrr en búið væri að gera frekari rannsóknir.