Á ferð um furðuskógana 18. mars 2010 05:15 Myndlist Katrín Ólína sýnir loks hér á landi úrval af gripum sem hún hefur hannað.fréttablaðið/valli Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb
HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00