Fótbolti

Fjórði íslenski markvörðurinn til Svíþjóðar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
María Björg Ágústsdóttir.
María Björg Ágústsdóttir. Mynd/Stefán
Markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir hefur gert tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Örebro.

María Björg er þar með fjórði íslenski markvörðurinn sem mun leika í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þóra B. Helgadóttir leikur með meisturunum í Malmö, Guðbjörg Gunnarsdóttir er í Djurgården og nú í haust gekk Sandra Sigurðardóttir í raðir Jitex.

María Björg er 28 ára gömul og hefur á sínum ferli leikið með Stjörnunni, KR og Val.

Hún hefur orðið tvöfaldur meistari með Val undanfarin tvö tímabil en varð bikarmeistri með KR árið 2008. Hún lék með Stjörnunni í upphafi ferilsins en tók sér frí frá boltanum frá 2006 til 2007.

María Björg á að baki ellefu A-landsleiki en hún stóð til að mynda í marki Íslands í umspilsleikjunum gegn Írlandi er Ísland tryggði sér þátttökurétt á EM í Finnlandi sem fór þar fram í fyrra.

Með Örebro leika þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×