NBA deildin: Meistaralið Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. desember 2010 08:30 Chase Budinger leikmaður Houston í baráttunni gegn Pau Gasol og Matt Barnes AP Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88 NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira
Meistaralið LA Lakers tapaði sínum fjórða leik í röð í NBA deildinni í gær og nú gegn Houston á útivelli 109-99. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl árið 2007 þar sem Lakers tapar fjórum leikjum í röð. Kevin Martin skoraði 22 stig fyrir Houston og Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers. Kínverski miðherjinn Yao Ming og bakvörðurinn Aaron Brooks léku ekki með Houston vegna meiðsla. Ray Allen hélt áfram að skjóta þriggja stiga skotunum í liði Boston þrátt fyrir að hann hafi klúðrað fyrstu fimm skotunum gegn Houston á heimavelli í gær. Hinn þaulreynda þriggja stiga skytta skoraði þriggja stiga körfu 10 sekúndum fyrir leikslok og tryggði Boston fimmta sigurinn í röð, 99-95. Allen hitti aðeins úr þremur af alls tólf skotum sínum utan af velli. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston. Kevin Garnett skoraði 17 og tók 8 fráköst og Rajon Rondo skoraði 10 og gaf 10 stoðsendingar. Shaquille O'Neal skoraði 14 fyrir Boston. Wesley Matthews leikmaður Portland reynir að ná boltanum af Paul Pierce. Stjörnulið Miami Heat landaði öruggum sigri á heimavelli gegn Detroit, 97-72, þar sem að góður varnarleikur einkenndi síðari hálfleikinn hjá Miami. LeBron James skoraði 18 stig og Chris Bosh og Dwayne Wade skoruðu 16 stig hvor fyrir Miami sem mætir Cleveland á útivelli í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir þann leik en það verður fyrsta heimsókn James á gamla heimavöllinn eftir að hann fór frá Cleveland til Miami s.l. sumar. Gríðarleg öryggisgæsla verður á leiknum en stuðningsmenn Cleveland eru allt annað en sáttir við ákvörðun James að yfirgefa liðið. Russell Westbrook fór á kostum í liði Oklahoma í fjarveru Kevin Durant, stigahæsta leikmann NBA deildarinnar. Westbrook skoraði 38 stig í 123-120 sigri liðsins en leiknum lauk eftir þrjár framlengingar. Westbrook var ekki aðeins öflugur í sókninni en hann tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll 13 stig liðsins í síðustu framlengingunni. Nick Collison leikmaður Oklahom brýst upp að körfunni og Derrick Favors úr liði Nets tekur hart á móti honum. Blake Griffin lék vel í óvæntum sigri LA Clippers gegn San Antonio Spurs, 90-85. Clippers hafði tapað síðustu 18 leikjum sínum gegn Spurs en Clippers er með lélegasta árangur allra liða í deildinni, 4 sigra og 15 tapleiki. Griffin skoraði 31 stig og tók 13 fráköst fyrir Clippers en hann var valinn fyrstur allra í nýliðavalinu árið 2008 en missti af öllu síðasta keppnistímabili vegna hnémeiðsla. Úrslit frá því í gær: Houston - Lakers 109-99 Boston - Portland 99-95 New Jersey - Oklahoma 123-120 LA Clippers - San Antonio 90-85 Atlanta - Memphis 112-109 Toronto - Washington 127-108 Miami - Detroit 97-72 Chicago - Orlando 78-107 New Orleans - Charlotte 89-73 Dallas - Minnesota 100-86 Denver - Milwaukee 105-94 Utah - Indiana 110-88
NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sjá meira