Að slíta í sundur friðinn 27. mars 2010 06:00 Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem hefur því miður einkennt okkur Íslendinga eftir hrunið er skortur á samstöðu. Í mörgum mikilvægum málum hefur þjóðin skipst í fylkingar og hver höndin verið upp á móti annarri. Þetta hefur síðan valdið því að lausn mikilvægra mála hefur tafist úr hófi. Þegar frá líður verður það væntanlega verkefni sagnfræðinga eða jafnvel sálfræðinga að greina af hverju þjóðin valdi leið sundurlyndis þegar þörfin fyrir samstöðu var meiri en nokkru sinni fyrr. Segja má að ljósið í myrkrinu hafi verið undirritun Stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var af hálfu ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í lok júní árið 2009. Við undirritunina ríkti bjartsýni meðal manna en engu að síður var ljóst að verkefnin fram undan voru erfið og myndu reyna á. Eins og við mátti búast hrikti stundum í stoðum sáttmálans enda kom fljótlega í ljós að sáttmálinn var ekki að ganga eftir eins og menn höfðu vonast til. Dráttur á lausn Icesave olli vandræðum og hafði í för með sér tafir meðal annars á lækkun vaxta, styrkingu krónunnar, afnámi gjaldeyrishafta og skapaði erfiðleika varðandi fjármögnun ýmissa framkvæmda. En það sem á endanum olli því að upp úr slitnaði var að menn misstu sjónar á stóru málunum og urðu ákveðinni hugmyndafræði að bráð. Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir erfiðleikum – en ekki meiri erfiðleikum en svo að með samhentu átaki eigum við að geta verið komin á nokkuð lygnan sjó innan 2-3 ára. Ef við hins vegar ákveðum að velja stöðugt ófrið frekar en samstöðu erum við að gera okkur miklu erfiðara fyrir og lengja þann tíma sem við erum stödd í öldudalnum. Í ljósi þessa verða það því að teljast mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu ákveða að keyra í gegn skötuselsfrumvarpið svokallaða í mikilli óþökk Samtaka atvinnulífsins. Skötuselurinn einn og sér olli þó ekki gliðnun Stöðugleikasáttmálans heldur var þessi ófrýnilega skepna punkturinn yfir i-ið. Því skal hins vegar haldið til haga að afar brýnt er að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að koma til leiks með ábyrgum hætti og láta af óbilgirni og oft gamaldags baráttuaðferðum. Það verður hins vegar að teljast undarleg tímasetning að keyra í gegn breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í óþökk hagsmunaaðila á sama tíma og þjóðin er stödd í miðjum skafli efnahagshrunsins. Skynsamlegra hefði verið að koma þjóðarskútunni í var – einblína á brýnustu úrlausnarmálin – og taka síðan á öðrum málum þar sem ekki skiptir öllu hvort lausn finnist á komandi vikum eða dragist eitthvað á langinn. Þegar verið er að ausa úr leku skipi á liturinn á bátnum ekki að skipta máli. Fyrst þegar búið er að koma skipinu til hafnar og gera sjófært á ný má velta fyrir sér að gera ýmsar aðrar breytingar sem teljast til bóta.margrét kristmannssdóttirVið Íslendingar stöndum nú frammi fyrir því að sú framsýni sem náðist með undirritun Stöðugleikasáttmálans er horfin og aðilar sáttmálans stefna hraðbyri í átt að sundurlyndi með ófyrirséðum afleiðingum. Fast er skotið úr öllum áttum og aðilar sem áður sneru bökum saman nýta nú flest tækifæri til að senda mótaðilum tóninn. Skrattanum er skemmt! Þetta er óheillaþróun og aðilar verða að þoka sér í átt að samstöðu á ný. Þjóðarhagur krefst þess og þjóðin hefur ekki efni á því að aðilar í lykilhlutverki endurreisnarinnar – stjórnarflokkarnir og aðilar vinnumarkaðarins – gangi ekki í takt. Við verðum að stíga eitt skref til baka – finna taktinn á ný og einblína á stóru sameiginlegu hagsmunamálin. Það er einsýnt að til að finna þann takt verða sumir að brjóta odd af oflæti sínu, éta ofan í sig þegar sögð orð og taka til baka þegar gerða hluti. Það eru ekki miklar fórnir þegar framtíð fyrirtækja landsins og þar með heimila er í húfi. Þegar Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður fyrir níu mánuðum síðan héldum við að staðan yrði önnur nú en raun ber vitni. Við erum á krossgötum og verðum að vinna okkur út úr núverandi stöðu í stað þess að einblína í baksýnisspegilinn og harma glötuð tækifæri. Við sem lifum og hrærumst í viðskiptalífinu vitum að þegar upp úr viðskiptasamböndum slitnar er alltaf hægt að róa á önnur mið og leita nýrra viðskiptasambanda. Þetta getur ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins ekki gert. Þau sitja uppi með hvort annað – hvort sem mönnum líkar það nú betur eða verr. Við getum haldið áfram að skemmta skrattanum og þá eigum við vafalaust skilið döpur eftirmæli um okkar þátt í endurreisninni. Við höfum val um að ganga veg sundurlyndis og ósátta eða gyrða okkur í brók og takast í sameiningu á við þau gríðarlegu verkefni sem við þjóðinni blasa. Þjóðin gerir bæði kröfur um og á skilið að seinni kosturinn sé valinn. Margrét Kristmannsdóttir er formaður og Andrés Magnússon er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun