Helga Margrét verður í miklu skype-sambandi við þjálfarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2010 17:30 Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Mynd/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga. Innlendar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona úr Ármanni, hélt blaðamannafund í dag þar sem hún fór yfir nýtt skipulag á þjálfun hennar. Yfirþjálfari Helgu mun verða Agne Bergvall þjálfari Carolinu Klüft, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistara í sjöþraut. Vésteinn Hafsteinsson verður umboðsmaður Helgu Margrétar og sér um stjórnun verkefnisins í samráði við frjálsíþróttadeild Ármanns. Fleiri sérfræðingar munu einnig koma að sérgreinaþjálfun Helgu Margrétar en Guðmundur Hólmar Jónsson fyrrum þjálfari Helgu Margrétar kemur nú aftur að daglegri þjálfun Helgu hér á landi þannig að þetta verður meira en fjarþjálfun. „Þetta er tækifæri sem ég gerði mér aldrei vonir um að ég fengi nokkurn tímann. Þetta er virkilega spennandi en það er samt engin trygging fyrir árangri að þessi þjálfari hafi þjálfað Carolinu Klüft. Hún er örugglega meiri en helmingurinn af því," sagði Helga Margrét raunsæ. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður að þeir séu tilbúnir til að þjálfa mig og hjálpa mér. Ég ætla að gera allt mitt til þess að nýta þetta til hins ítrasta. Þetta er samvinna á milli okkra allra og þetta mun verða gaman og flott. Það má alveg segja að þetta sé draumur," sagði Helga en hún mun treysta á tæknina í þjálfuninni þar sem Agne Bergvall er og verður út í Svíþjóð. „Þetta mun byrja á því að ég fer út í viku og viku í æfingarbúðir. Við verðum síðan í miklu skype-sambandi og þess háttar. Gummi fer með mér út, fyrst til að sjá hvernig allar æfingar eru framkvæmdar og hvað þarf að hafa að leiðarljósi," útskýrir Helga en blaðamannfundurinn fór einmitt fram með aðstoð Skype og fengu allir viðstaddir því nasasjón af því hvernig samvinna Helgu og Agne fer fram. „Við erum að taka þetta mjög hægt fyrst um sinn. Ég er að reyna að koma mér í gang aftur, þarf að venjast öllu þessu nýja og taka mér tíma í að læra inn á þetta. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég flyt út strax eða hvað. Ég ætla að klára menntaskólann heima í vor og þangað til ætlum við að spila þetta eftir hendinni, sjá hvað hentar og hvað við þurfum að fara út. Ég mun samt fara út til þeirra og vonandi koma þeir eitthvað heim líka. Við púslum þessu saman," sagði Helga.
Innlendar Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Fleiri fréttir „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Sjá meira